Button enn samningslaus fyrir 2010 6. nóvember 2009 11:53 Jenson Button hefur ekki enn samið við Brawn, þrátt fyrir meistaratignina. Heimsmeistarinn Jenson Button hefur ekki enn skrifað undir samning við Brawn liðið fyrir næsta ár, en ljóst er að McLaren hefur líka áhuga á störfum kappans. Button hefur þó ekki gengið frá neinu og fyrsti kostur hans er Brawn liðið, ef samningar nást en hann tók á sig verulega kauplækkun s.l. vetur svo hægt væri að halda Brawn liðinu á floti. "Ég er í viðræðum og það er það eina sem ég get staðfest núna. Þetta tekur bara sinn tíma", sagði Button um málið. Honum þykir miður að Toyota hefur afráðið að hætta í Formúlu 1, rétt eins og Honda og BMW. "Það er leitt. Ég taldi að Toyota yrði áfram í Formúlu 1 og þetta er slæmt fyrir báða aðila. Það eru ný lið að koma, en þau verða ekki samkeppnisfær í fyrstu", sagði Button. Fjögur ný lið verða væntanlega á ráslínunni á næsta ári, tvö bresk lið, eitt spænskt og eitt amerískt. Sjá ferill Buttons Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button hefur ekki enn skrifað undir samning við Brawn liðið fyrir næsta ár, en ljóst er að McLaren hefur líka áhuga á störfum kappans. Button hefur þó ekki gengið frá neinu og fyrsti kostur hans er Brawn liðið, ef samningar nást en hann tók á sig verulega kauplækkun s.l. vetur svo hægt væri að halda Brawn liðinu á floti. "Ég er í viðræðum og það er það eina sem ég get staðfest núna. Þetta tekur bara sinn tíma", sagði Button um málið. Honum þykir miður að Toyota hefur afráðið að hætta í Formúlu 1, rétt eins og Honda og BMW. "Það er leitt. Ég taldi að Toyota yrði áfram í Formúlu 1 og þetta er slæmt fyrir báða aðila. Það eru ný lið að koma, en þau verða ekki samkeppnisfær í fyrstu", sagði Button. Fjögur ný lið verða væntanlega á ráslínunni á næsta ári, tvö bresk lið, eitt spænskt og eitt amerískt. Sjá ferill Buttons
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira