Tilkynnt hefur verið að undanúrslitaleikjum í einliðaleik kvenna á opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem fara áttu fram í kvöld hafa verið færðir til morguns vegna hellirigningar á keppnissvæðinu í New York í Bandaríkjunum.
Þá er talið líklegt að leikur Rafael Nadal og Fernando Gonzalez í átta-manna úrslitum einliðaleiks karla sem frestaðist í gær vegna úrhellis rigningar muni einnig vera spilaður á morgun en Spánverjinn Nadal hafði yfirhöndina þegar gera þurfti hlé á leiknum.
Búist er við því að úrslitaleikirnir á mótinu fari fram á mánudag fremur en sunnudag eins og til stóð.