Sport

Vafasöm venja hjá Marquez - drekkur eigið þvag fyrir bardaga (myndband)

Ómar Þorgeirsson skrifar
Hinn skrautlegi Juan Manuel Marquez á blaðamannafundi fyrir bardagann sem haldinn var á dögunum.
Hinn skrautlegi Juan Manuel Marquez á blaðamannafundi fyrir bardagann sem haldinn var á dögunum. Nordic photos/AFP

Áhugamenn um hnefaleika sem sáu upphitunarþáttinn 24/7 á dögunum, þar sem umfjöllunarefnið var bardagi Floyd Mayweather Jr og Juan Manuel Marquez, hafa vafalítið rekið upp stór augu. Þar greinir Mexíkóbúinn Marquez frá einu af hernarleyndarmálum sínum fyrir bardaga en það er sem sagt að drekka eigin þvag.

Hann drekkur sem sagt tvö glös af sínu eigin þvagi á degi hverjum á meðan á undirbúningi hans stendur og vill meina að þessi venja hjálpi sér til þess að ná góðum árangri í hringnum. Sjá myndaband með því að smella hér.

„Ég hef gert þetta fyrir síðustu fimm bardaga með góðum árangri. Með þessu næ sé ég til þess að ég tapa ekki vítamínum og próteinum úr líkamanum og það er mjög mikilvægt," segir Marquez sem er greinilega tilbúinn að ganga ansi langt til þess að tryggja hámarks árangur.

Bandaríkjamaðurinn Mayweather Jr er þó hvergi banginn og lætur sér fátt um finnast um uppátæki Marquez.

„Ef þú ert í góðu formi, þá ertu í góðu formi og ert tilbúinn. Þú þarft ekki að drekka þitt eigið þvag til þess að ná árangri," er haft eftir Mayweather Jr sem fyrir bardaga kappanna á aðfaranótt sunnudags hefur unnið alla 39 bardaga sína á ferlinum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×