Körfubolti

Páll Kolbeins: Heppnir að ganga burt með sigur

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Páll Kolbeinsson, þjálfari KR.
Páll Kolbeinsson, þjálfari KR. Mynd/Stefán

Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, var sáttur með stigin í kvöld er Grindavík heimsótti meistarana í Iceland Express-deildinni í kvöld. Leikurinn endaði, 84-82 KR í vil.

„Ég er sáttur með fyrri hálfleikinn og ég er sáttur með stigin. Þetta var erfitt í seinni hálfleik, ég hélt að við værum með leikinn alveg í okkar höndum en við misstum hann frá okkur, við erum bara heppnir að ganga héðan í burtu með sigur," sagði Páll.

„Í seinni hluta leiks er sóknarleikurinn ekki að virka, við skoruðum ekki mikið í seinni hálfleik, fórum ekki eins mikið inn í teiginn eins og við ætluðum að gera og tókum mikið af erfiðum skotum."

Næsta verkefni meistarana er Njarðvík á sunnudaginn og KR-ingar ætla sér að mæta sterkir til leiks. Fannar Ólafsson átti góðan leik í kvöld, skoraði 17 stig og dró meistarana áfram mest allan leikinn.

„Fannar átti góðan leik í kvöld, hann var sterkur allan leikinn og sterkur varnalega. Ómar gat ekki stoppað hann. Að sama skapi verður erfitt fyrir hann á sunnudaginn því ég veit að Friðrik Stefánsson ætlar að taka vel á móti honum."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×