McLaren og Ferrari ná sáttum 3. febrúar 2009 10:39 McLaren og Ferrari hyggjast berjast í brautinni en vinna saman utan hennar að vexti Formúlu 1. mynd: kappakstur.is Njónsamálið á milli McLaren og Ferrari var mikið í umræðunni árið 2007 og logaði allt í deilum á milli liðanna. En á táknrænan hátt hafa liðin sem hvað harðast deildu og kepptu náð sáttum. Það var staðfest á táknrænan hátt þegar McLaren bauð Luca Colajanni í höfuðstöðvar McLaren liðsins í Woking í Surrey í Englandi. Hann er blaðafulltrúi Ferrari. "Það var óneitanlega skrítinn tilfinning að vera í húsakynnum McLaren", sagði Coljanni, sem er eins rauður Ferrari maður og hugsast getur. En boðið er tímanna tákn og vitnar til um að Formúlu 1 lið hyggjast vinna saman að uppgangi íþróttarinnar næstu árin. Segja má að efnahagskreppann hafi þétt ósamstæðan hóp saman og forráðamenn Formúlu 1 liða hafa stofnað sérstök hagsmunasamtök sem kallast FOTA. "Við sofum ekki á verðnum og munum sækja fram veginn. Við munum vinna saman að vexti Formúlu 1, koma með tillögur að nýjungum til að bæta íþróttina fyrir áhorfendur, gera hana umhverfisvænni og betri sem sjónvarpsefni", sagði Ron Dennis hjá McLaren. FIA birtir á næstunni ítarlega skoðanakönnun um það hvað áhorfendum finnst að betur megi fara varðandi mótshald og sjónvarpsmál. FOTA mun taka mið af þeirri niðurstöðu í gerð tillagna ásamt FIA: Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Njónsamálið á milli McLaren og Ferrari var mikið í umræðunni árið 2007 og logaði allt í deilum á milli liðanna. En á táknrænan hátt hafa liðin sem hvað harðast deildu og kepptu náð sáttum. Það var staðfest á táknrænan hátt þegar McLaren bauð Luca Colajanni í höfuðstöðvar McLaren liðsins í Woking í Surrey í Englandi. Hann er blaðafulltrúi Ferrari. "Það var óneitanlega skrítinn tilfinning að vera í húsakynnum McLaren", sagði Coljanni, sem er eins rauður Ferrari maður og hugsast getur. En boðið er tímanna tákn og vitnar til um að Formúlu 1 lið hyggjast vinna saman að uppgangi íþróttarinnar næstu árin. Segja má að efnahagskreppann hafi þétt ósamstæðan hóp saman og forráðamenn Formúlu 1 liða hafa stofnað sérstök hagsmunasamtök sem kallast FOTA. "Við sofum ekki á verðnum og munum sækja fram veginn. Við munum vinna saman að vexti Formúlu 1, koma með tillögur að nýjungum til að bæta íþróttina fyrir áhorfendur, gera hana umhverfisvænni og betri sem sjónvarpsefni", sagði Ron Dennis hjá McLaren. FIA birtir á næstunni ítarlega skoðanakönnun um það hvað áhorfendum finnst að betur megi fara varðandi mótshald og sjónvarpsmál. FOTA mun taka mið af þeirri niðurstöðu í gerð tillagna ásamt FIA:
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira