Forsætisráðherra á að reyna til þrautar Þorsteinn Pálsson skrifar 25. júlí 2009 06:00 Skoðun Alþingis á Icesave-samningnum hefur verið afar mikilvæg. Hún hefur dregið upp skýrari mynd en fyrir var um þrjú atriði. Eitt þeirra auðveldar framgang málsins en önnur gera það snúnara. Í fyrsta lagi efast nú fáir um að óhjákvæmilegt var að leita samninga um lausn á ágreiningsefninu við Hollendinga og Breta. Það er til einföldunar í ákvörðunarferlinu að þetta atriði þvælist ekki fyrir eins og áður. Í öðru lagi hafa komið fram lögfræðilegar röksemdir sérfræðinga í skiptarétti sem hníga að því að við gætum að öllu óbreyttu setið uppi með ríkari ábyrgð en á okkur hvílir í raun og veru. Þessi sjónarmið flækja málið. Í þriðja lagi liggja nú fyrir gleggri upplýsingar um stöðu þjóðarbúsins. Þær valda verulegum efasemdum um að Ísland geti staðið við skuldbindingarnar. Þá stöðu verður að taka með í reikninginn áður en málinu er lokað. Hvað er til ráða? Athygli vakti að forsætisráðherra lét ekki reyna á samningsstöðu Íslands til þrautar í vor með því að taka samningana upp á borð forsætisráðherra landanna. Öllum má vera ljóst að forsætisráðherra hefur meiri þunga til að láta reyna á íslensk sjónarmið en embættismannanefnd. Engin ástæða er til að lasta hana eða formann hennar. Þetta er eðli samninga. Þeir eru færðir á efsta stig þegar nauðsyn krefur. En með því að aldrei var reynt til þrautar er þetta úrræði eftir. Alþingi ætti því að réttu lagi að fresta umfjöllun um málið um nokkrar vikur og fela forsætisráðherra að taka það upp við forsætisráðherra samningslandanna. Þegar jafn miklir hagsmunir eru í húfi er óverjandi að reyna ekki til hins ýtrasta með þeim þunga sem Ísland á mestan. Ekki er sjálfgefið að slík tilraun skili jákvæðri niðurstöðu. Ótti við að hafa ekki erindi sem erfiði má hins vegar ekki hindra forsætisráðherra í að gegna skyldu sinni fyrir þjóðina í þessu örlagamáli. Fram til þessa hefur forsætisráðherra ekki axlað þær skyldur sem á honum hvíla í þessu efni. Meiri reisn er óneitanlega yfir því að forsætisráðherra geri út um þau atriði sem efasemdum valda heldur en að Alþingi setji einhliða fyrirvara eða geri athugasemdir sem augljóslega eru haldlitlar þegar á reynir. Þingmenn semja einfaldlega ekki við sjálfa sig um lausn á milliríkjasamningi.Klingjandi málmur og hvellandi bjallaForysta VG sætir vaxandi gagnrýni innan flokksins vegna afstöðunnar til umsóknar að Evrópusambandinu. Þegar afstaða Alþýðubandalagsins og síðar VG til grundvallaratriða í utanríkis- og varnarmálum er skoðuð í sögulegu samhengi kemur í ljós að í þessari afstöðu felst ekkert stílbrot.Vissulega má segja að það sé ljóður á ráði stjórnmálaflokks að fórna stærstu hugsjónamálum sínum fyrir ráðherrastóla. Sósíalistaflokkurinn rauf nýsköpunarstjórnina 1946 vegna ágreinings um herverndaraðstöðu Bandaríkjanna. Þá meintu menn það sem þeir boðuðu og létu stjórnarsamvinnu ráðast af því.Á flokkstjórnarfundi í Sósíalistaflokknum í desemberbyrjun 1958 sagði Jóhannes Stefánsson, einn nánasti samverkamaður Lúðvíks Jósepssonar, að herstöðvarmálið væri algjört aukaatriði, kvað menn hafa litlar áhyggjur af því í Múlasýslum og fáránlegt væri að setja slíkan hégóma á oddinn. Síðan hafa utanríkispólitískar stefnuyfirlýsingar Sósíalistaflokksins, Alþýðubandalagsins og VG verið marklitlar og engin úrslitaáhrif haft á stjórnarsamvinnu.Í ljósi þessarar áratuga hefðar er innanflokksgagnrýnin á forystu VG líkust klingjandi málmi og hvellandi bjöllu. Hitt er svo annað mál að ekki er víst að forystan hafi gefið eins mikið eftir á þessu stigi og virðist vera við fyrstu sýn. Með hæfilegri einföldun má segja að samkomulag stjórnarflokkanna gangi út á að Samfylkingin megi sækja um aðild en VG megi beita sér fyrir því að aðildarsamningurinn verði felldur.Að því gefnu að þetta sé rétt skilgreining á stöðunni hefur VG ekki fórnað eins miklu og ætlað er. Aðildarmálið er þar af leiðandi skemmra á veg komið en atkvæðagreiðslan segir til um. Sú óvissa getur verið í lagi innanbúðar í VG en er vond fyrir þjóðina og reyndar óviðunandi.Skýrari skilaboð eru nauðsynlegAðild að Evrópusambandinu leysir tvö af þeim stefnumálum sem verið hafa á reiki um nokkra hríð. Annað snýst einfaldlega um það hvar Ísland ætlar að skipa sér í sveit í alþjóðasamfélaginu. Hitt hverfist um framtíðarstefnu í peningamálum. Hvort tveggja lýtur að grundvallaratriðum í pólitík.Það er forsenda fyrir farsælli stjórn landsmálanna að ríkisstjórnir á hverjum tíma og einstakir stjórnmálaflokkar hafi skýra sýn á grundvallaratriði af þessu tagi. Atkvæðagreiðslan um Evrópusambandsumsóknina skilur þessi tvö höfuðmál eftir í meiri óvissu en ásættanlegt er, geri menn á annað borð kröfur um festu og traust í stjórnmálum.Með því að ríkisstjórnarflokkarnir eru algjörlega ósammála hefur ríkisstjórnin sem slík enga stefnu þegar kemur að þessum lykilmálum um framtíð þjóðarinnar. Afstaða stjórnarandstöðuflokkanna var efnislega svo óljós að þeir skulda þjóðinni líka skýringar á stefnu þeirra í peningamálum og hvernig þeir ætla að tryggja utanríkispólitíska hagsmuni landsins til frambúðar.Ríkisstjórnin og stjórnarandstöðuflokkarnir þurfa einfaldlega að senda skýrari skilaboð til fólksins í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Alþingis á Icesave-samningnum hefur verið afar mikilvæg. Hún hefur dregið upp skýrari mynd en fyrir var um þrjú atriði. Eitt þeirra auðveldar framgang málsins en önnur gera það snúnara. Í fyrsta lagi efast nú fáir um að óhjákvæmilegt var að leita samninga um lausn á ágreiningsefninu við Hollendinga og Breta. Það er til einföldunar í ákvörðunarferlinu að þetta atriði þvælist ekki fyrir eins og áður. Í öðru lagi hafa komið fram lögfræðilegar röksemdir sérfræðinga í skiptarétti sem hníga að því að við gætum að öllu óbreyttu setið uppi með ríkari ábyrgð en á okkur hvílir í raun og veru. Þessi sjónarmið flækja málið. Í þriðja lagi liggja nú fyrir gleggri upplýsingar um stöðu þjóðarbúsins. Þær valda verulegum efasemdum um að Ísland geti staðið við skuldbindingarnar. Þá stöðu verður að taka með í reikninginn áður en málinu er lokað. Hvað er til ráða? Athygli vakti að forsætisráðherra lét ekki reyna á samningsstöðu Íslands til þrautar í vor með því að taka samningana upp á borð forsætisráðherra landanna. Öllum má vera ljóst að forsætisráðherra hefur meiri þunga til að láta reyna á íslensk sjónarmið en embættismannanefnd. Engin ástæða er til að lasta hana eða formann hennar. Þetta er eðli samninga. Þeir eru færðir á efsta stig þegar nauðsyn krefur. En með því að aldrei var reynt til þrautar er þetta úrræði eftir. Alþingi ætti því að réttu lagi að fresta umfjöllun um málið um nokkrar vikur og fela forsætisráðherra að taka það upp við forsætisráðherra samningslandanna. Þegar jafn miklir hagsmunir eru í húfi er óverjandi að reyna ekki til hins ýtrasta með þeim þunga sem Ísland á mestan. Ekki er sjálfgefið að slík tilraun skili jákvæðri niðurstöðu. Ótti við að hafa ekki erindi sem erfiði má hins vegar ekki hindra forsætisráðherra í að gegna skyldu sinni fyrir þjóðina í þessu örlagamáli. Fram til þessa hefur forsætisráðherra ekki axlað þær skyldur sem á honum hvíla í þessu efni. Meiri reisn er óneitanlega yfir því að forsætisráðherra geri út um þau atriði sem efasemdum valda heldur en að Alþingi setji einhliða fyrirvara eða geri athugasemdir sem augljóslega eru haldlitlar þegar á reynir. Þingmenn semja einfaldlega ekki við sjálfa sig um lausn á milliríkjasamningi.Klingjandi málmur og hvellandi bjallaForysta VG sætir vaxandi gagnrýni innan flokksins vegna afstöðunnar til umsóknar að Evrópusambandinu. Þegar afstaða Alþýðubandalagsins og síðar VG til grundvallaratriða í utanríkis- og varnarmálum er skoðuð í sögulegu samhengi kemur í ljós að í þessari afstöðu felst ekkert stílbrot.Vissulega má segja að það sé ljóður á ráði stjórnmálaflokks að fórna stærstu hugsjónamálum sínum fyrir ráðherrastóla. Sósíalistaflokkurinn rauf nýsköpunarstjórnina 1946 vegna ágreinings um herverndaraðstöðu Bandaríkjanna. Þá meintu menn það sem þeir boðuðu og létu stjórnarsamvinnu ráðast af því.Á flokkstjórnarfundi í Sósíalistaflokknum í desemberbyrjun 1958 sagði Jóhannes Stefánsson, einn nánasti samverkamaður Lúðvíks Jósepssonar, að herstöðvarmálið væri algjört aukaatriði, kvað menn hafa litlar áhyggjur af því í Múlasýslum og fáránlegt væri að setja slíkan hégóma á oddinn. Síðan hafa utanríkispólitískar stefnuyfirlýsingar Sósíalistaflokksins, Alþýðubandalagsins og VG verið marklitlar og engin úrslitaáhrif haft á stjórnarsamvinnu.Í ljósi þessarar áratuga hefðar er innanflokksgagnrýnin á forystu VG líkust klingjandi málmi og hvellandi bjöllu. Hitt er svo annað mál að ekki er víst að forystan hafi gefið eins mikið eftir á þessu stigi og virðist vera við fyrstu sýn. Með hæfilegri einföldun má segja að samkomulag stjórnarflokkanna gangi út á að Samfylkingin megi sækja um aðild en VG megi beita sér fyrir því að aðildarsamningurinn verði felldur.Að því gefnu að þetta sé rétt skilgreining á stöðunni hefur VG ekki fórnað eins miklu og ætlað er. Aðildarmálið er þar af leiðandi skemmra á veg komið en atkvæðagreiðslan segir til um. Sú óvissa getur verið í lagi innanbúðar í VG en er vond fyrir þjóðina og reyndar óviðunandi.Skýrari skilaboð eru nauðsynlegAðild að Evrópusambandinu leysir tvö af þeim stefnumálum sem verið hafa á reiki um nokkra hríð. Annað snýst einfaldlega um það hvar Ísland ætlar að skipa sér í sveit í alþjóðasamfélaginu. Hitt hverfist um framtíðarstefnu í peningamálum. Hvort tveggja lýtur að grundvallaratriðum í pólitík.Það er forsenda fyrir farsælli stjórn landsmálanna að ríkisstjórnir á hverjum tíma og einstakir stjórnmálaflokkar hafi skýra sýn á grundvallaratriði af þessu tagi. Atkvæðagreiðslan um Evrópusambandsumsóknina skilur þessi tvö höfuðmál eftir í meiri óvissu en ásættanlegt er, geri menn á annað borð kröfur um festu og traust í stjórnmálum.Með því að ríkisstjórnarflokkarnir eru algjörlega ósammála hefur ríkisstjórnin sem slík enga stefnu þegar kemur að þessum lykilmálum um framtíð þjóðarinnar. Afstaða stjórnarandstöðuflokkanna var efnislega svo óljós að þeir skulda þjóðinni líka skýringar á stefnu þeirra í peningamálum og hvernig þeir ætla að tryggja utanríkispólitíska hagsmuni landsins til frambúðar.Ríkisstjórnin og stjórnarandstöðuflokkarnir þurfa einfaldlega að senda skýrari skilaboð til fólksins í landinu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun