Handbolti

Harpa Sif skoraði flest mörk í leikjunum á móti Sviss

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harpa Sif Eyjólfsdóttir skoraði 17 mörk í 3 leikjum á móti Sviss.
Harpa Sif Eyjólfsdóttir skoraði 17 mörk í 3 leikjum á móti Sviss. Mynd/Anton

Stjörnukonan Harpa Sif Eyjólfsdóttir skoraði 17 mörk í landsleikjunum þremur á Sviss í vikunni og var markahæst íslensku landsliðsstelpnanna. Harpa Sif hefur vaxið mikið með Stjörnunni í vetur.

Harpa Sif hafði aðeins skoraði 6 mörk í fyrstu 10 landsleikjum sínum en skoraði nú 17 mörk í þremur leikjum eða 5,7 mörk að meðaltali í leik. Harpa skoraði þar af 14 mörk í fyrstu tveimur leikjunum.

Harpa Sif skoraði þremur mörkum meira en félagi sinn úr Stjörnunni, Sólveig Lára Kjærnested. Þriðja markahæst var síðan Valsarinn Hrafnhildur Skúladóttir með tíu mörk.

Það má segja að Harpa Sif hafi sprungið út á þessu tímabili og hafi á einu tímabili farið úr því að vera í litlu hlutverki hjá Stjörnunni í það að spila stórt hlutverk hjá bæði Stjörnunni og landsliðinu.

Harpa Sif fyllti í skarð Rakelar Daggar Bragadóttur sem fór til Danmerkur fyrir þetta tímabil og Harpa átti mikinn þátt í að Íslandsmeistaratitilinn var áfram í Garðabæ.



Markaskorarar í leikjunum þremur á móti Sviss:

Harpa Sif Eyjólfsdóttir, Stjörnunni 17

Sólveig Lára Kjærnested, Stjörnunni 14

Hrafnhildur Skúladóttir, Val 10

Elísabet Gunnarsdóttir, Stjörnunni 8

Stella Sigurðardóttir, Fram 8

Dagný Skúladóttir, Val 6

Rakel Dögg Bragadóttir, Kolding 6

Íris ÁstaPétursdóttir, Val 5

Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram 4

Sunna Jónsdóttir, Fylki 4

Hildigunnur Einarsdóttir, Val 3

Karen Knútsdóttir, Fram 3

Kristín Jóhanna Clausen, Stjörnunni 3

Ágústa Edda Björnsdóttir, Val 2

Ragnhildur Guðmundsdóttir, FH 2

Þorgerður Anna Atladóttir, Stjörnunni 1

Varin skot í leikjunum þremur á móti Sviss:

Berglind Íris Hansdóttir, Val 40

Heiða Ingólfsdóttir, Haukum 14

Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, HK 5



1. leikur 33-31 sigur

Mörk Íslands: Sólveig Lára Kjærnested 8 mörk, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 6, Rakel Dögg Bragadóttir 3, Dagný Skúladóttir 3, Hrafnhildur Skúladóttir 3, Stella Sigurðardóttir 2, Karen Knútsdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Ragnhildur Guðmundsdóttir 1 og Kristín Clausen 1.

Í markinu varði Berglind Íris Hansdóttir 10(1) bolta og Heiða Ingólfsdóttir 7.

2. leikur 31-29 sigur

Mörk Íslands: Harpa Sif Eyjólfsdóttir 8 mörk, Hrafnhildur Skúladóttir 7, Íris Ásta Pétursdóttir 5, Dagný Skúladóttir 3, Ágústa Edda Björnsdóttir 2, Þorgerður Anna Atladóttir 1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Karen Knútsdóttir 1, Sólveig Lára Kjærnested 1, Elísabet Gunnarsdóttir 1 og Hildigunnur Einarsdóttir 1.

Í markinu varði Berglind Íris Hansdóttir 13 skot og Ólöf Kolbrún Halldórsdóttir 5.

3. leikur 32-26 sigur

Mörk Íslands: Stella Sigurðardóttir 6, Sólveig Lára Kjærnested 5, Elísabet Gunnarsdóttir 5, Sunna Jónsdóttir 4, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 3, Ásta Birna Gunnarsdóttir 3, Rakel Dögg Bragadóttir 3, Kristín Clausen 2 og Ragnhildur Guðmundsdóttir 1.

Í markinu varði Berglind Íris Hansdóttir 17 bolta og Heiða Ingólfsdóttir 7.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×