Körfubolti

Leikmaðurinn fannst ekki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Friðrik Stefánsson, leikmaður Njarðvíkur.
Friðrik Stefánsson, leikmaður Njarðvíkur. Mynd/Arnþór

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur nú í tvígang mistekist að fá bandarískan leikmann til liðs við félagið á skömmum tíma.

Fyrst stóð til að fá Kevin Jolley til Njarðvíkur en ekki tókst að fá hann lausan undan samningi hans við lið hans í Portúgal. Þá sneru Njarðvíkingar sér að öðrum Bandaríkjamanni en ekkert varð af komu hans.

„Þetta átti að vera frágengið en svo heyrðist ekkert í umboðsmanninum. Þegar hann hafði svo samband hafði honum ekki tekist að hafa upp á leikmanninum," sagði Sigurður Hilmar Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í samtali við Vísi. „Sem er auðvitað frekar svekkjandi - öll þessi vinna var til einskis."

„Það er ekkert í deiglunni í dag að reyna fá leikmann en við munum mögulega skoða það eftir leikinn gegn ÍR á föstudaginn."

„En það er ljóst að við erum fáliðaðir, bæði á æfingum sem og í leikjum eins og sást í leiknum gegn Stjörnunni í gær."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×