Lífið

Frá Tiger til Puma

Með samning Elin Nordegren gæti hafa landað stórum samningi við Puma.
Með samning Elin Nordegren gæti hafa landað stórum samningi við Puma.

Vefritið TMZ hefur greint frá því að íþróttafyrirtækið Puma sé á höttunum eftir Elinu Nordegren, eiginkonu Tiger Woods, og vilji fá hana sem nýtt andlit fyrirtækisins.

Samkvæmt TMZ eru samningar milli Puma og Nordegren á lokastigi. Talsmaður fyrirtækis­ins hefur jafnframt staðfest að viðræður hafi átt sér stað og hyggst Puma framleiða nýja fatalínu, Tretorn, og er innblástur fyrir línuna sóttur til heimalands Nordegren, Svíþjóðar. Tals­maður­inn sagði jafnframt að ástæðan fyrir því að Puma hafi áhuga á Nordegren sé sú að hún „passi við ímynd fyrirtækisins".

Elin Nordegren hefur aðeins sést tvisvar eftir að upp komst um framhjáhald Woods. Hún brosir framan í myndavélarnar og ber sig vel en athygli vekur að hún ber engan hring á fingri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.