Klessukeyrsla Barrichello lán Hamiltons í tímatökum 26. september 2009 15:40 Nico Rosberg, Lewis Hamilton og Sebastian Vettel eru fremstir á ráslínu í Singapúr. mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton á McLaren ræsir fremstur af stað á ráslínu í Singapúr kappakstrinum á morgun. Við hlið hans Sebastian Vettel á Red Bull, en forystumaður stigamótsins, Jenson Button er aðeins tólfti á ráslínu. Rubens Barrichello klúðraði sínum síðasta hring illilega eftir að hafa náð fimmta besta tíma. Hann klessti á vegg í lokahringum, sem þýddi að tímatakan var flautuð af og keppendur gátu ekki keyrt síðasta hringinn. Þetta þýddi að næsti hringur á undan gilti og í honum var Hamilton á undan Vettel. Nico Rosberg á Williams náði fimmta sæti, en hann varð annar í sama móti í fyrra á eftir Fernando Alonso. Vettel var í mjög góðum hring og með betri millitíma en Hamilton þegar tímatökunni var hætt vegna ákeyrslu Barrichello. Vettel er einmitt staðráðinn í að vinna mótið í Singapúr til að sækja stig á Button og Barrichello. Endirinn var því æði skondin og Barrichello heppinn að hanga á fimmta sætinu þrátt fyrir allt. En á móti kemur að hann verður færður aftur um 5 sæti á ráslínu þar sem hann þurfti að skipta um gírkassa. Það er hefðbundinn refsing, en gírkassar verða að endast fjögur mót. Bein útsending frá kappakstrinum í Singapúr er kll. 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport. Sjá tímanna og brautarlýsingu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton á McLaren ræsir fremstur af stað á ráslínu í Singapúr kappakstrinum á morgun. Við hlið hans Sebastian Vettel á Red Bull, en forystumaður stigamótsins, Jenson Button er aðeins tólfti á ráslínu. Rubens Barrichello klúðraði sínum síðasta hring illilega eftir að hafa náð fimmta besta tíma. Hann klessti á vegg í lokahringum, sem þýddi að tímatakan var flautuð af og keppendur gátu ekki keyrt síðasta hringinn. Þetta þýddi að næsti hringur á undan gilti og í honum var Hamilton á undan Vettel. Nico Rosberg á Williams náði fimmta sæti, en hann varð annar í sama móti í fyrra á eftir Fernando Alonso. Vettel var í mjög góðum hring og með betri millitíma en Hamilton þegar tímatökunni var hætt vegna ákeyrslu Barrichello. Vettel er einmitt staðráðinn í að vinna mótið í Singapúr til að sækja stig á Button og Barrichello. Endirinn var því æði skondin og Barrichello heppinn að hanga á fimmta sætinu þrátt fyrir allt. En á móti kemur að hann verður færður aftur um 5 sæti á ráslínu þar sem hann þurfti að skipta um gírkassa. Það er hefðbundinn refsing, en gírkassar verða að endast fjögur mót. Bein útsending frá kappakstrinum í Singapúr er kll. 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport. Sjá tímanna og brautarlýsingu
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira