Sport

Ægisstelpurnar bættu Íslandsmetið um rúmar fimm sekúndur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigrún Brá Sverrisdóttir byrjar vel ferill sinn með Ægi.
Sigrún Brá Sverrisdóttir byrjar vel ferill sinn með Ægi. Mynd/Eyþór

A-sveit Sundfélagsins Ægis setti nú áðan glæsilegt Íslandsmet í 4x200 metra boðsundi kvenna í örðum hluta Íslandsmótsins í sundi í 50 metra laug.

Stelpurnar bættu Íslandsmetið um rúmar fimm sekúndur, gamla metið var upp á 8:49,14 mínútur en sveit Ægis synti nú á 8:43,77 mínútum. Ægir átti einnig gamla metið.

Metasveit Ægis skipuðu þær Sigrún Brá Sverrisdóttir, Karen Sif Vilhjálmsdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir. Sveit SH varð í öðru sæti inn í úrslit og sveit Sundfélags Akraness í því þriðja.

Þetta er annað Íslandsmetið sem Sigrún Brá Sverrisdóttir kemur að á mótinu en hún er nýgengin til liðs við Ægis. Sigrún setti nýtt Íslandsmet í 800 metra skriðsundi í gær.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×