Sport

Vissi ekki að ég hefði skotið mig fyrr en ég sá blóðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Burress er á leið í steininn.
Burress er á leið í steininn.

Útherjinn sterki, Plaxico Burress, er á leið í tveggja ára fangelsi. Hann gaf sitt fyrsta viðtal í langan tíma eftir fangelsisdóminn þar sem hann ræðir málið.

Burress var dæmdur fyrir ólöglegan vopnaburð og að hafa ógnað öryggi annarra borgara er hann mætti með skambyssu á skemmtistað í New York.

Þar afrekaði Burress að skjóta sjálfan sig í fótinn.

„Ég var búinn að stíga tvö eða þrjú skref inn á staðinn og þá allt í einu fattaði ég að buxurnar mínar voru blautar," sagði Burress við ESPN.

„Ég leit niður á skóna mína og sá að þeir voru rauðir. Þá bað ég félaga minn að fara með mig á spítala. Hann spurði af hverju og ég svaraði því til að ég hafi skotið sjálfan mig. Hann trúði því varla."

Burress sagði að byssann hefði runnið til og ofan í buxurnar er hann missti af tröppu. Þá hefði hann óvart tekið í gikkinn er hann reyndi að stöðva rennsli byssunnar.

Aðspurður af hverju hann hefði verið með byssuna í buxnastrengnum en ekki í hulstri svaraði Burress:

„Það var ekki gáfulegt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×