Viðskipti innlent

Hugsanlega munu 216 milljarðar af Icesave falla á þjóðarbúið

Ef mið er tekið af gengisforsendum Seðlabanka Íslands og ummælum skilanefndar Landsbankans, um að 90 prósent af eignum bankans muni ganga upp í skuldir Icesave, þá falla 216,2 milljarðar á þjóðabúið þegar uppi er staðið.

Samkvæmt samkomulagi um Icesave þá skal skuldin greiðast í 32 hlutum í jöfnum greiðslum. Vextirnir eru 5,5 prósent Greiðslurnar myndu þá skiptast svona upp miðað við gengisforsendur Seðlabankans frá því í júní síðastliðinn - í milljörðum talið:

2016: 28

2017: 27,6

2018: 28

2019: 28,3

2020: 28,1

2021: 26

2022: 21,7

2023: 28,5

Mest þarf þjóðarbúið því að greiða 28,5 milljarða á einu ári sé mið tekið af þessum forsendum.

Áætlað er að greiðslum verði lokið árið 2024. Gangi það ekki eftir verður frestur gefinn til 2030. Svo fimm ár eftir það verði ekki búið að greiða skuldina fyrir þann tíma.

Því er ljóst að þjóðin mun ekki greiða nema hluta af þeim skuldum sem ríkið mun gangast í ábyrgðir fyrir verði nýtt Icesave samkomulag samþykkt.

Þess skal geta að forsendur eru breytilegar og enn er óljóst hversu mikið af eignum Landsbankans muni endurheimtast auk óvissu í gengismálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×