Fannar: Ungu pungarnir eru að spila eins og englar 18. október 2009 22:12 Fannar Ólafsson átti fínan leik með KR í kvöld, skoraði 17 stig og hirti 11 fráköst Mynd/Vilhelm "Ég held að það hafi verið vörnin sem kláraði þetta hjá okkur í kvöld. Við þurfum að vinna aðeins í sóknarleiknum en höfum í sjálfu sér engar áhyggjur af því," sagði Fannar Ólafsson fyrirliði KR eftir að hans menn lögðu ÍR 82-73 í Iceland Express deildinni í kvöld. Leikurinn var nokkuð stíft spilaður og bæði lið grimm í vörninni. Þetta gerði það að verkum að lítið fór fyrir fallegum sóknartilþrifum nema ef til vill á stuttum kafla í síðari hálfleiknum. "Við ætlum að koma vörninni á þann stall að við séum að halda liðum undir 70 stigum og frákasta vel. Við erum að leita meira inn í teiginn en áður og erum fyrir vikið ekki að skora eins mikið fyrir utan. Það er bara október og aðalatriðið er að verja heimavöllinn og vinna okkur hægt og rólega á þann stað sem við viljum vera. Það er líka að gerast," sagði Fannar og hrósaði ungu strákunum í liðinu. "Strákar eins og Brynjar og Darri og Finnur eru bara ungir pungar sem eru að spila eins og englar og það á eftir að skila sér þegar á líður," sagði fyrirliðinn. Vísir náði einmitt tali af Finni Magnússyni eftir leikinn en hann er nýkominn í raðir KR-inga eftir nokkur ár í skóla í Bandaríkjunum. Þessi hávaxni leikmaður átti sinn þátt í yfirburðum KR í fráköstunum í kvöld og hirti sjö stykki sjálfur. "Það er mjög gott að vera kominn heim aftur. Það er miklu meiri stemming hérna. Nú þarf ég ekki að dekka einhverja litla leikmenn sem geta hoppað yfir mig, heldur fæ að henda mönnum til undir körfunni í baráttunni þar," sagði Finnur brosandi. Stigaskorarar í leik KR og ÍR í kvöld: Stig KR: Semaj Inge 19, Fannar Ólafsson 17, Brynjar Björnsson 16, Finnur Magnússon 14, Tommy Johnson 8, Skarphéðinn Ingason 5, Darri Hilmarsson 3 Stig ÍR: Nemanja Sovic 21, Steinar Arason 14, Sveinbjörn Claessen 13, Vilhjálmur Steinarsson 9, Hreggviður Magnússon 8, Gunnlaugur Elsuson 4, Kristinn Jónasson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Sjá meira
"Ég held að það hafi verið vörnin sem kláraði þetta hjá okkur í kvöld. Við þurfum að vinna aðeins í sóknarleiknum en höfum í sjálfu sér engar áhyggjur af því," sagði Fannar Ólafsson fyrirliði KR eftir að hans menn lögðu ÍR 82-73 í Iceland Express deildinni í kvöld. Leikurinn var nokkuð stíft spilaður og bæði lið grimm í vörninni. Þetta gerði það að verkum að lítið fór fyrir fallegum sóknartilþrifum nema ef til vill á stuttum kafla í síðari hálfleiknum. "Við ætlum að koma vörninni á þann stall að við séum að halda liðum undir 70 stigum og frákasta vel. Við erum að leita meira inn í teiginn en áður og erum fyrir vikið ekki að skora eins mikið fyrir utan. Það er bara október og aðalatriðið er að verja heimavöllinn og vinna okkur hægt og rólega á þann stað sem við viljum vera. Það er líka að gerast," sagði Fannar og hrósaði ungu strákunum í liðinu. "Strákar eins og Brynjar og Darri og Finnur eru bara ungir pungar sem eru að spila eins og englar og það á eftir að skila sér þegar á líður," sagði fyrirliðinn. Vísir náði einmitt tali af Finni Magnússyni eftir leikinn en hann er nýkominn í raðir KR-inga eftir nokkur ár í skóla í Bandaríkjunum. Þessi hávaxni leikmaður átti sinn þátt í yfirburðum KR í fráköstunum í kvöld og hirti sjö stykki sjálfur. "Það er mjög gott að vera kominn heim aftur. Það er miklu meiri stemming hérna. Nú þarf ég ekki að dekka einhverja litla leikmenn sem geta hoppað yfir mig, heldur fæ að henda mönnum til undir körfunni í baráttunni þar," sagði Finnur brosandi. Stigaskorarar í leik KR og ÍR í kvöld: Stig KR: Semaj Inge 19, Fannar Ólafsson 17, Brynjar Björnsson 16, Finnur Magnússon 14, Tommy Johnson 8, Skarphéðinn Ingason 5, Darri Hilmarsson 3 Stig ÍR: Nemanja Sovic 21, Steinar Arason 14, Sveinbjörn Claessen 13, Vilhjálmur Steinarsson 9, Hreggviður Magnússon 8, Gunnlaugur Elsuson 4, Kristinn Jónasson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Sjá meira