Embla: Þarf stundum að hugsa um sjálfan sig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2009 14:36 Embla spilar með Val eða Breiðablik í sumar. Mynd/Anton „Ég hef sett mér ákveðin markmið sem ég held að ég nái ekki með KR. Það er aðalástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að söðla um og yfirgefa KR," sagði knattspyrnukonan Embla Sigríður Grétarsdóttir sem er á förum frá KR eftir 11 ára dvöl í Vesturbænum. „Liðið er náttúrulega ekki eins sterkt og það var. Það sjá allir. Þetta er virkilega stórt ár fyrir kvennaboltann og ég hef mikinn metnað fyrir því að komast aftur í landsliðshópinn," sagði Embla sem datt út úr hópnum vegna meiðsla en er kominn á fullt aftur. „Ég hef verið að æfa með KR en hafði ekki góða tilfinningu fyrir þessu. Tempóið á æfingum var því miður ekki að henta mér. Ég þarf að komast í betra form ef ég ætla að komast aftur í landsliðið og ég tel mig ekki geta gert það hjá KR því miður," sagði Embla og bætti við að hún hefði einnig gott af tilbreytingu eftir 11 ár hjá KR. „Þetta var alls ekkert auðveld ákvörðun enda ól KR mig upp sem fótboltakonu og mér þykir vænt um félagið. Þetta var erfið ákvörðun en rétt. Ég hef mikinn metnað og stundum verður maður að hugsa um sjálfan sig til að eiga möguleika. Ég er að gera það núna. Svo vil ég líka vinna en það hefur ekki alltaf gengið sem best," sagði Embla en hvert ætlar hún? „Valið stendur á milli Vals eða Breiðablik. Það er áhugi frá báðum liðum og ég hef áhuga á báðum félögum. Ég þarf aðeins að skoða þetta og ræða við þjálfarana. Ætla samt ekki að taka mér langan tíma í það," sagði Embla Sigríður. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Fótbolti Fleiri fréttir KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Sjá meira
„Ég hef sett mér ákveðin markmið sem ég held að ég nái ekki með KR. Það er aðalástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að söðla um og yfirgefa KR," sagði knattspyrnukonan Embla Sigríður Grétarsdóttir sem er á förum frá KR eftir 11 ára dvöl í Vesturbænum. „Liðið er náttúrulega ekki eins sterkt og það var. Það sjá allir. Þetta er virkilega stórt ár fyrir kvennaboltann og ég hef mikinn metnað fyrir því að komast aftur í landsliðshópinn," sagði Embla sem datt út úr hópnum vegna meiðsla en er kominn á fullt aftur. „Ég hef verið að æfa með KR en hafði ekki góða tilfinningu fyrir þessu. Tempóið á æfingum var því miður ekki að henta mér. Ég þarf að komast í betra form ef ég ætla að komast aftur í landsliðið og ég tel mig ekki geta gert það hjá KR því miður," sagði Embla og bætti við að hún hefði einnig gott af tilbreytingu eftir 11 ár hjá KR. „Þetta var alls ekkert auðveld ákvörðun enda ól KR mig upp sem fótboltakonu og mér þykir vænt um félagið. Þetta var erfið ákvörðun en rétt. Ég hef mikinn metnað og stundum verður maður að hugsa um sjálfan sig til að eiga möguleika. Ég er að gera það núna. Svo vil ég líka vinna en það hefur ekki alltaf gengið sem best," sagði Embla en hvert ætlar hún? „Valið stendur á milli Vals eða Breiðablik. Það er áhugi frá báðum liðum og ég hef áhuga á báðum félögum. Ég þarf aðeins að skoða þetta og ræða við þjálfarana. Ætla samt ekki að taka mér langan tíma í það," sagði Embla Sigríður.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Fótbolti Fleiri fréttir KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Sjá meira