Lífið

Elin skilur við Tiger

Skilnaður yfirvofandi Elin Nordegren ætlar að skilja við mann sinn strax eftir jól. Samkvæmt heimildum er Tiger enn í sambandi við eina hjákonu sína.
Skilnaður yfirvofandi Elin Nordegren ætlar að skilja við mann sinn strax eftir jól. Samkvæmt heimildum er Tiger enn í sambandi við eina hjákonu sína.

Tímaritið People vill meina að Elin Nordegren, eiginkona Tiger Woods, hafi ákveðið að skilja við kylfinginn strax eftir jól. Ástæðan fyrir því að hún mun ekki flytja út fyrr er sú að hún vill að börnin fái að njóta jólanna með báðum foreldrum.

„Hún hefur gert upp hug sinn. Það var ekki erfitt fyrir hana að taka ákvörðun, hann mun aldrei breytast,“ hafði tímaritið eftir heimildarmanni. Að auki hefur verið staðfest að Nordegren hefur átt í viðræðum við lögfræðinga sína undanfarið og mun hún ætla að fara fram á að kaupmálinn sem hjónin gerðu með sér verði gerður ómarktækur. Á fimmtudaginn sáust einnig flutningabílar við hús þeirra hjóna í Flórída sem styrkir enn frekar sögusagnir um skilnað.

Tímaritið US Weekly heldur því jafnframt fram að Woods og Rachel Uchitel eigi enn í ástarsambandi og fyrr í vikunni ferðaðist Uchitel til Flórída og dvaldi aðeins steinsnar frá snekkju kylfingsins. „Tiger sendir henni enn smáskilaboð og hefur sagt henni að hann ætli að yfirgefa eiginkonu sína og þarfnist hennar,“ var haft eftir vini Uchitel. Það hefur einnig vakið furðu fjölmiðla að Uchitel sé eina hjákonan sem hefur fengið greitt fyrir þagmælsku sína og hafa menn velt fyrir sér af hverju það sé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.