Körfubolti

Komast Stjörnumenn á toppinn í karlakörfunni í kvöld?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik Stjörnunnar og Hamars í Poweradebikarnum í haust.
Úr leik Stjörnunnar og Hamars í Poweradebikarnum í haust. Mynd/Valli
Stjörnumenn geta komist á topp Iceland Express deildar karla vinni þeir Hamar í kvöld en þá fara þrír síðustu leikirnir fram í tíundu umferðinni. Stjarnan næði með sigri Njarðvík og KR að stigum en væru betri innbyrðis þar sem Garðbæingar hafa unnið báða leiki sína á móti toppliðunum.

Auk leiks Stjörnunnar og Hamars í Ásgarði þá mætast FSu og Grindavík í Iðu á Selfossi og ÍR-ingar taka á móti Tindastól í íþróttahúsi Kennaraháskólans.

Tveir síðustu leikir Stjörnumanna hafa einmitt verið á móti Njarðvík og KR sem eru nú tveimur stigum fyrir ofan þá í töflunni. Stjarnan vann 82-75 sigur á Njarðvík á heimavelli og unnu svo meistara KR 78-73 í DHL-Höllinni í byrjun vikunnar.

Hamarsmenn hafa aðeins unnið 1 af 5 útileikjum sínum í vetur og töpuðu með 20 stigum fyrir Stjörnunni (103-83) þegar liðin mættust á sama stað í Powerade-bikarnum í haust. Jovan Zdravevski var með 38 stig og 11 fráköst í þeim leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×