Styttist í gjalddaga á risaláni til Actavis Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 17. júní 2009 08:30 Björgólfur Thor Gjalddagi á lánasafni Deutsche Bank til Novators vegna yfirtöku félagsins á Actavis í júlí í hittifyrra rennur upp á næsta ári. Lánið hljóðar upp á um fjóra milljarða evra, jafnvirði um sjö hundruð milljarða króna að núvirði. Það, ásamt öðrum lánum sem Novator tók í tengslum við yfirtökuna, liggur nú í bókum Actavis. Eftir því sem næst verður komist er félagið í skilum með öll lán sem tekin voru í tengslum við yfirtökuna fyrir tæpum tveimur árum. Lítið hefur verið gefið upp um lánveitingar til Novators í tengslum við yfirtökuna, sem kostaði sex milljarða evra, jafnvirði rúmra eitt þúsund milljarða króna, og voru stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar. Eftir því sem næst verður komist var lán Deutsche Bank kúlulán með um sex prósenta vöxtum með veði í bréfunum sjálfum. Slíkt er reyndar ekki óalgengt í skuldsettum yfirtökum. Þetta er mesta skuldabyrði Actavis í dag og umfangsmesta lánveiting Deutsche Bank til eins lántakanda. Landsbankinn og Kaupþing lánuðu hundrað milljónir evra hvort í tengslum við yfirtökuna. Líkt og fram kom í umfjöllun fjölmiðla í síðustu viku um stöðu Novator Pharma, félagsins sem skrifað er fyrir eignarhlut Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Actavis, nema skuldbindingar gagnvart Landsbankanum í Lundúnum 206 milljónum evra, jafnvirði 35 milljarða króna hið minnsta. Skuldbindingar félagsins gagnvart bönkunum tveimur nema þessu samkvæmt nálægt 53 milljörðum íslenskra króna. Ekki liggur fyrir hvort bankarnir komu að hlutafjáraukningu félagsins í september í fyrra en þá þurfti Novator að bæta við tuttugu milljörðum króna í sjóði Actavis. Eftir því sem næst verður komist eru lán íslensku bankanna með breytirétti og ellefu prósenta vöxtum. Þau eru aftast í kröfuhafaröðinni en þó á undan hlutafjáreign, sem iðulega er aftast. Skuldbindingar félaga sem tengjast Björgólfi Thor gagnvart Landsbankanum koma ekki fram í ársreikningum bankans. Í reikningunum eru tilteknar skuldbindingar Björgólfs Guðmundssonar, föður hans, gagnvart bankanum. Einungis skuldbindingar stjórnarmanna gagnvart félögum á borð við gamla Landsbankann eru tilteknar í ársreikningum, samkvæmt upplýsingum endurskoðenda bankans á sínum tíma. Ekki skiptir máli þótt Björgólfur Thor hafi átti rúman fjörutíu prósenta hlut í Landsbankanum ásamt föður sínum í gegnum eignarhaldsfélagið Samson. Ásgeir Friðgeirsson, upplýsingafulltrúi Björgólfs, segir eðlilegt að íslensku bankarnir hafi komið að fyrri fjárfestingarverkefnum Björgólfs Thors, svo sem í búlgarska fjarskiptafyrirtækinu BTC, og hagnast vel. Viðmælendur Markaðarins segja stöðu Actavis sterka þrátt fyrir alþjóðlegar efnahagsþrengingar. Ljóst þykir að framtíð Actavis liggur í höndum Deutsche Bank, sem hafi frá upphafi stefnt á að selja samheitalyfjafyrirtækið áður en gjalddaginn rynni upp á næsta ári. Bandaríski fjárfestingarbankinn Merrill Lynch hefur veitt ráðgjöf um framtíð Actavis síðan í október í fyrra. Ásgeir segir allt í skoðun: „Menn hafa ekkert útilokað. Það er vindasamt á mörkuðum og menn stöðugt að skoða stöðuna. Hlutirnir geta breyst mikið á sex mánuðum." Hann segir að þar á meðal hafi komið til greina að skrá Actavis aftur á markað. Ekki komi þó til greina að skrá það hér. Orðrómur fór á kreik í síðustu viku að þýska samheitalyfjafyrirtækið Stada væri að íhuga kaup á hlut Actavis. Það hefur ekki fengist staðfest enda félagið ekki upplýsingaskylt eftir að það var tekið af markaði. Nokkrir möguleikar munu þó vera í stöðunni til að greiða upp lánið. Einn þeirra er að selja Actavis til evrópskra lyfjafyrirtækja. Þau munu þó fremur hafa áhuga á að kaupa hluta Actavis en félagið allt. Bandarísk lyfjafyrirtæki munu þó áhugasamari um félagið allt enda líti þau á Actavis sem dyr inn á evrópskan lyfjamarkað. Takist ekki að selja félagið má gera ráð fyrir að semja verði um lengri frest á gjalddaganum eða endurfjármagna það eftir öðrum leiðum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Markaðir Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Gjalddagi á lánasafni Deutsche Bank til Novators vegna yfirtöku félagsins á Actavis í júlí í hittifyrra rennur upp á næsta ári. Lánið hljóðar upp á um fjóra milljarða evra, jafnvirði um sjö hundruð milljarða króna að núvirði. Það, ásamt öðrum lánum sem Novator tók í tengslum við yfirtökuna, liggur nú í bókum Actavis. Eftir því sem næst verður komist er félagið í skilum með öll lán sem tekin voru í tengslum við yfirtökuna fyrir tæpum tveimur árum. Lítið hefur verið gefið upp um lánveitingar til Novators í tengslum við yfirtökuna, sem kostaði sex milljarða evra, jafnvirði rúmra eitt þúsund milljarða króna, og voru stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar. Eftir því sem næst verður komist var lán Deutsche Bank kúlulán með um sex prósenta vöxtum með veði í bréfunum sjálfum. Slíkt er reyndar ekki óalgengt í skuldsettum yfirtökum. Þetta er mesta skuldabyrði Actavis í dag og umfangsmesta lánveiting Deutsche Bank til eins lántakanda. Landsbankinn og Kaupþing lánuðu hundrað milljónir evra hvort í tengslum við yfirtökuna. Líkt og fram kom í umfjöllun fjölmiðla í síðustu viku um stöðu Novator Pharma, félagsins sem skrifað er fyrir eignarhlut Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Actavis, nema skuldbindingar gagnvart Landsbankanum í Lundúnum 206 milljónum evra, jafnvirði 35 milljarða króna hið minnsta. Skuldbindingar félagsins gagnvart bönkunum tveimur nema þessu samkvæmt nálægt 53 milljörðum íslenskra króna. Ekki liggur fyrir hvort bankarnir komu að hlutafjáraukningu félagsins í september í fyrra en þá þurfti Novator að bæta við tuttugu milljörðum króna í sjóði Actavis. Eftir því sem næst verður komist eru lán íslensku bankanna með breytirétti og ellefu prósenta vöxtum. Þau eru aftast í kröfuhafaröðinni en þó á undan hlutafjáreign, sem iðulega er aftast. Skuldbindingar félaga sem tengjast Björgólfi Thor gagnvart Landsbankanum koma ekki fram í ársreikningum bankans. Í reikningunum eru tilteknar skuldbindingar Björgólfs Guðmundssonar, föður hans, gagnvart bankanum. Einungis skuldbindingar stjórnarmanna gagnvart félögum á borð við gamla Landsbankann eru tilteknar í ársreikningum, samkvæmt upplýsingum endurskoðenda bankans á sínum tíma. Ekki skiptir máli þótt Björgólfur Thor hafi átti rúman fjörutíu prósenta hlut í Landsbankanum ásamt föður sínum í gegnum eignarhaldsfélagið Samson. Ásgeir Friðgeirsson, upplýsingafulltrúi Björgólfs, segir eðlilegt að íslensku bankarnir hafi komið að fyrri fjárfestingarverkefnum Björgólfs Thors, svo sem í búlgarska fjarskiptafyrirtækinu BTC, og hagnast vel. Viðmælendur Markaðarins segja stöðu Actavis sterka þrátt fyrir alþjóðlegar efnahagsþrengingar. Ljóst þykir að framtíð Actavis liggur í höndum Deutsche Bank, sem hafi frá upphafi stefnt á að selja samheitalyfjafyrirtækið áður en gjalddaginn rynni upp á næsta ári. Bandaríski fjárfestingarbankinn Merrill Lynch hefur veitt ráðgjöf um framtíð Actavis síðan í október í fyrra. Ásgeir segir allt í skoðun: „Menn hafa ekkert útilokað. Það er vindasamt á mörkuðum og menn stöðugt að skoða stöðuna. Hlutirnir geta breyst mikið á sex mánuðum." Hann segir að þar á meðal hafi komið til greina að skrá Actavis aftur á markað. Ekki komi þó til greina að skrá það hér. Orðrómur fór á kreik í síðustu viku að þýska samheitalyfjafyrirtækið Stada væri að íhuga kaup á hlut Actavis. Það hefur ekki fengist staðfest enda félagið ekki upplýsingaskylt eftir að það var tekið af markaði. Nokkrir möguleikar munu þó vera í stöðunni til að greiða upp lánið. Einn þeirra er að selja Actavis til evrópskra lyfjafyrirtækja. Þau munu þó fremur hafa áhuga á að kaupa hluta Actavis en félagið allt. Bandarísk lyfjafyrirtæki munu þó áhugasamari um félagið allt enda líti þau á Actavis sem dyr inn á evrópskan lyfjamarkað. Takist ekki að selja félagið má gera ráð fyrir að semja verði um lengri frest á gjalddaganum eða endurfjármagna það eftir öðrum leiðum, samkvæmt heimildum Markaðarins.
Markaðir Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira