Lífið

Fyrsta jólalag leynigestsins

ullarhattarnir
Ullarhattarnir halda sína tólftu Þorláksmessutónleika á Nasa á miðvikudagskvöld.
mynd/páll bergmann
ullarhattarnir Ullarhattarnir halda sína tólftu Þorláksmessutónleika á Nasa á miðvikudagskvöld. mynd/páll bergmann

Hljómsveitin Ullarhattarnir heldur sína tólftu Þorláksmessutónleika á Nasa næstkomandi miðvikudag þar sem spiluð verða jólalög í bland við þekktar dægurperlur. „Þetta er búið að vera ótrúlega vinælt,“ segir Eyjólfur Kristjánsson.

„Í hittifyrra lentum við í svo miklum þrengingum að við ákváðum að fara með þetta á Nasa. En í fyrra var skelfilegt veður á Þorláksmessu. Það var ekki mikið af fólki í bænum en okkar hörðustu aðdáendur brutu sér leið í gegnum veðrið og mættu. Það var mikil stemning.“

Leynigestur þá var Geir Ólafsson og að sjálfsögðu verður nýr leynigestur í ár.

„Hann á örugglega eftir að koma skemmtilega á óvart. Ég hef það fyrir víst að þessi leynigestur hafi aldrei sungið jólalag á ævi sinni, þannig að þarna verður brotið blað í ferli þessa ágæta leynigests,“ segir Eyjólfur. Aðrir meðlimir í Ullarhöttunum eru Stefán Hilmarsson, Jón Ólafsson, Jóhann Hjörleifsson og Friðrik Sturluson.

Tónleikar Ullarhattanna hefjast rétt eftir að búðir loka á Þorláksmessu upp úr klukkan 23 en húsið opnar kl. 22. Miðaverð er 2.500 krónur og forsala fer fram á Nasa milli klukkan 13 og 16 alla daga fram að tónleikunum. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.