Lífið

Djassað í kvöld

Haukur Gröndal klarinettuleikari
Haukur Gröndal klarinettuleikari
Í kvöld verða haldnir tónleikar í djasskjallaranum Café Cultura við Hverfisgötu. Saxófónleikararnir Haukur Gröndal og Óskar Guðjónsson munu leiða djasshljómsveit með úrvalstónlistarmönnum. Haukur og Óskar eru tveir af okkar allra bestu djassleikurum og verður án efa líf í tuskunum. Eftir hlé verður að venju svokölluð “djammsession” en þá er þeim sem það kjósa frjálst að koma upp og leika með þeim félögum af fingrum fram. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Bebopfélags Reykjavíkur en félagið hefur staðið fyrir tónleikum á hverjum mánudegi í allt haust. Blásið verður til leiks kl. 21:30 og er aðgangseyrir 1000 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.