Lífið

Guð blessi Ísland fer víða

Um alla evrópu Kvikmynd Helga Felixsonar, Guð blessi Ísland, hefur verið sýnd í bæði frönsku og þýsku sjónvarpi. Strax í janúar sýna svo allar sjónvarpsstöðvarnar á Norðurlöndunum myndina á besta tíma.Fréttablaðið/Stefán
Um alla evrópu Kvikmynd Helga Felixsonar, Guð blessi Ísland, hefur verið sýnd í bæði frönsku og þýsku sjónvarpi. Strax í janúar sýna svo allar sjónvarpsstöðvarnar á Norðurlöndunum myndina á besta tíma.Fréttablaðið/Stefán

Heimildarmynd Helga Felixsonar, Guð blessi Ísland, verður sýnd í sjónvarpi á öllum Norðurlöndunum eftir áramót. Myndin verður sýnd á RÚV 2. janúar og verður síðan sýnd með skömmu millibili á ríkissjónvarpsstöðvum hinna Norðurlandaþjóðanna. Hinn 12. janúar verður hún sýnd á hnni sænsku SVT, 17. janúar verður hún í finnska sjónvarpinu, daginn eftir er hún sýnd í danska ríkissjónvarpinu, DR, og loks á TV2 í Noregi 26. janúar. Að sögn Helga verður hún sýnd á besta tíma á öllum þessum stöðvum.

Helgi segir að yfir 44 sjónvarpsstöðvar um allan heim hafi sýnt áhuga á að sýna myndina og óskað eftir nýklipptri útgáfu af henni. „Síðan verður bara framhaldið að koma í ljós,“ segir Helgi en Guð blessi Ísland segir sögu nokkurra Íslendinga á meðan mestu hamfarirnar í fjármálalífinu gengu yfir landið.

Meðal þeirra sem koma fram í myndinni eru Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, og athafnamennirnir Jón Ásgeir Jóhannesson, Bjarni Ármannsson og Björgólfur Thor.

Helgi segir að myndin hafi verið sýnd á sama tíma í bæði Þýskalandi og Frakklandi á NRD og Arte. Og kusu bæði áhorfendur og stjórn Arte hana bestu mynd mánaðarins.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.