Ágúst tekur við Levanger í Noregi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. apríl 2009 21:48 Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Gróttu. Mynd/Anton Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari karlaliðs Gróttu, hefur samþykkt að taka að sér þjálfun norska kvennaliðsins Levanger nú í sumar. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi en hann tilkynnti leikmönnum þetta nú í kvöld. „Þetta er klappað og klárt. Levanger leikur í efstu deild í Noregi og er nú í tíunda sæti deildarinnar. Ég lít þó sem á að þetta lið eigi heima um miðja deild sem er reyndar með þeim sterkustu í heimi. Ég lít því á þetta sem mikið tækifæri fyrir mig." Ágúst átti í viðræðum við forráðamenn félagsins í sumar og var þá annar tveggja sem kom til greina í starfið þá. Hinn þjálfarinn, var hins vegar valinn þá en liðinu gekk ekki betur en svo að honum var sagt upp störfum um áramótiin. „Þeir höfðu samband við mig fyrir rúmri viku síðan og þetta er búið að ganga fljótt fyrir sig. Þetta var þó stór ákvörðun fyrir mig enda er ég að fara út með fimm manna fjölskyldu. En við erum ákveðin í því að kýla á þetta og nú get ég einbeitt mér að því að vera bara í þjálfun og engu öðru." Hann útilokar ekki að fá íslenska leikmenn til liðs við félagið. „Það kemur vel til greina. Það eru tveir leikmenn sem fara í lok tímabilsins og félagið ætlar að fá þrjá í þeirra stað. Ég mun fara fljótlega út og ræða öll þessi mál." Ágúst kom Gróttu upp í efstu deild karla nú í vetur og segir hann að það hafi verið erfitt að þurfa að kveðja félagið nú. „Það var það erfiða við þessa ákvörðun. Þessi vetur var mjög skemmtilegur og það hefur gott uppbyggingarstarf átt sér stað. En ég tel þetta spennandi kost fyrir mig og ef til vill skref að einhverju stærra og meira." „Ég skil mjög sáttur við Gróttu og hef engar áhyggur af því að þeir finni sér ekki þjálfara. Það hefur verið mjög gott starf unnið á Seltjarnarnesi og ríkir mikill metnaður í herbúðum félagsins fyrir næsta tímabil." Íslenski handboltinn Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Sjá meira
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari karlaliðs Gróttu, hefur samþykkt að taka að sér þjálfun norska kvennaliðsins Levanger nú í sumar. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi en hann tilkynnti leikmönnum þetta nú í kvöld. „Þetta er klappað og klárt. Levanger leikur í efstu deild í Noregi og er nú í tíunda sæti deildarinnar. Ég lít þó sem á að þetta lið eigi heima um miðja deild sem er reyndar með þeim sterkustu í heimi. Ég lít því á þetta sem mikið tækifæri fyrir mig." Ágúst átti í viðræðum við forráðamenn félagsins í sumar og var þá annar tveggja sem kom til greina í starfið þá. Hinn þjálfarinn, var hins vegar valinn þá en liðinu gekk ekki betur en svo að honum var sagt upp störfum um áramótiin. „Þeir höfðu samband við mig fyrir rúmri viku síðan og þetta er búið að ganga fljótt fyrir sig. Þetta var þó stór ákvörðun fyrir mig enda er ég að fara út með fimm manna fjölskyldu. En við erum ákveðin í því að kýla á þetta og nú get ég einbeitt mér að því að vera bara í þjálfun og engu öðru." Hann útilokar ekki að fá íslenska leikmenn til liðs við félagið. „Það kemur vel til greina. Það eru tveir leikmenn sem fara í lok tímabilsins og félagið ætlar að fá þrjá í þeirra stað. Ég mun fara fljótlega út og ræða öll þessi mál." Ágúst kom Gróttu upp í efstu deild karla nú í vetur og segir hann að það hafi verið erfitt að þurfa að kveðja félagið nú. „Það var það erfiða við þessa ákvörðun. Þessi vetur var mjög skemmtilegur og það hefur gott uppbyggingarstarf átt sér stað. En ég tel þetta spennandi kost fyrir mig og ef til vill skref að einhverju stærra og meira." „Ég skil mjög sáttur við Gróttu og hef engar áhyggur af því að þeir finni sér ekki þjálfara. Það hefur verið mjög gott starf unnið á Seltjarnarnesi og ríkir mikill metnaður í herbúðum félagsins fyrir næsta tímabil."
Íslenski handboltinn Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Sjá meira