Stefano Domenicali , framkvæmdarstjóri Ferrari staðfesti í dag að Fernando Alonso hefur veirð ráðinn til þriggja ára til Ferrari.
Orðrómur þess efnis hefur verið i gangi í marga mánuði og mun Kimi Raikkönen víkja sæti fyrir Alonso, en Felipe Massa mætir til leiks á næsta ári á ný.
Raikkönen er með samning við Ferrari, en liðið kaupir hann út úr samingi til að komast í tæri við Alonso.
Massa lenti í slysi í Ungverjalandi en hefur hafið akstur á ný á kartbíl og fer í ökuhermi Ferrari innan tíðar. Talið er hugsanlegt að Massa mæti jafnvel í lokamótið í Abu Dhabi í nóvember, ef læknar gefa honum leyfi til þess.
sjá nánar