Bandarísku systurnar Serena og Venus Williams byrja vel á opna ástralska mótinu í tennis og unnu báðar sannfærandi sigra í fyrstu viðureignum sínum.
Þrefaldur meistari Serena burstaði Mang Yuan frá Kína 6-3 og 6-1 og systir hennar vann þýsku stúlkuna Angelique Kerber 6-3 og 6-3. Serena er í öðru sæti heimslistans en Venus í því sjötta.
Elena Dementieva sem er í fjórða sætinu á listanum náði sér ekki á strik en vann þýsku stúlkuna Kristina Barrois 7-6 (7-4) 2-6 og 6-1.
Þá vann Amelie Mauresmo, sem vann mótið 2006, sigur á Olgu Govrotsovu 6-4 og 6-4.