Körfubolti

Stólarnir slitu sig frá botninum með sigri á Fjölni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tindastólsmaðurinn Svavar Birgisson skoraði 22 stig í kvöld.
Tindastólsmaðurinn Svavar Birgisson skoraði 22 stig í kvöld. Mynd/Vilhelm
Tindastóll komst upp að hlið Hamars í 8. sæti Iceland Express deildar karla eftir 15 stiga sigur á Fjölni, 90-75, á Sauðárkróki í kvöld.

Tindastólsliðið var fjórum stigum yfir, 22-18, eftir fyrsta leikhlutann en Fjölnismenn voru sprækir í öðrum leikhluta, unnu hann 23-17 og voru fyrir vikið tveimur stigum yfir í hálfleik, 39-41.

Tindastólsliðið komu hinsvegar sterkir inn í seinni hálfleikinn, unnu fyrstu sex mínútur hans 19-7 og tóku með því frumkvæðið í leiknum. Tindastóll var komið fimmtán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 68-53.

Fjölnismenn byrjuðu fjórða leikhlutann af krafti og minnkuðu strax muninn í 9 stig, 70-61, á fyrstu þremur mínútunum. Nær komust þeir þó ekki og heimamenn unnu öruggan sigur.

Tindastóll-Fjölnir 90-75 (39-41)

Stig Tindastóls: Svavar Birgisson 22, Helgi Rafn Viggósson 20 (9 fráköst), Amani Bin Daanish 19 (9 fráköst), Axel Kárason 6, Michael Giovacchini 5 (10 stoðsendingar), Helgi Freyr Margeirsson 4, Sveinbjörn Skúlason 2.

Stig Fjölnis: Christopher Smith 20 (13 fráköst), Tómas Heiðar Tómasson 16, Ægir Þór Steinarsson 15 (10 stoðsendingar, 8 fráköst), Magni Hafsteinsson 11, Arnþór Freyr Guðmundsson 7, Níels Páll Dungal 3, Árni Þór Jónsson 3.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×