Vilja rannsókn á 110 milljarða yfirfærslu til Kaupþings 25. desember 2009 13:05 Kröfuhafar í dótturfélag Kaupþings á eyjunni Mön, Kaupthing Singer & Friedlander Isle of Man (KSFIOM), vilja að rannsókn fari fram á 550 milljón punda eða rúmlega 110 milljarða kr. yfirfærslu frá KSFIOM til Singer & Friedlander banka Kaupþins í London korteri fyrir hrun bankans í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðunni Timesonline. Þar segir að kröfuhafarnir hafi orðið fyrir enn einu áfallinu nú rétt fyrir jólin þegar þeim var tilkynnt að kröfur þeirra fengjust að öllum líkindum ekki greiddar fyrr en árið 2017. Þar að auki myndi ekki nema 80% krafnanna verða endurgreiddar. Sérstakur aðgerðarhópur kröfuhafa KSFIOM hefur lýst yfir óánægju sinni með þróun mála en alls gera um 4.000 íbúa á Mön kröfur í bankann. Þeir fengu 50.000 pund hver frá tryggingarsjóði innistæðueigenda á Mön s.l. haust, en óttast að sjá aldrei penný í viðbót. Fall dótturfélagsins á Mön má rekja aftur til sumarsins í fyrra þegar fjármálaeftirlitið á Mön (FSC) hafði áhyggjur af þeirri hættu sem KSFIOM stafaði af efnahagsþróuninni á Íslandi. Þetta leiddi til þess að KSFIOM yfirfærði 550 milljónir punda, eða helming eigna sinna, til Kaupþings í London þar talið var að þetta fé væri öruggt þar. Kaupþing féll svo skömmu síðar. KSFIOM var tekið til gjaldþrotaskipta í maí s.l. Aðgerðarhópur kröfuhafa krefst opinberrar rannsóknar á þessari yfirfærslu þar sem ljóst er að þessi upphæð fer langt með að greiða upp allar kröfur þeirra. Hópurinn vill fá að vita hvort yfirfærslan var á ábyrgð FSC eða breska fjármálaeftirlitsins (FSA). Sarah Chantrey talskona aðgerðarhópsins segir að það sé algerlega óásættanlegt að allar opinberar stofnanir sem komið hafa að málinu neita að bera ábyrgð á falli KSFIOM. Í síðustu viku var lögð fram þingsályktunartillaga í breska þinginu þar sem öll sökin á hendur falli KSFIOM er lögð á herðar FSA. Það er þá ákvöðrun FSA að taka innistæðuleyfið af KSFIOM í kjölfar falls Kaupþings á Bretlandi. PricewaterhouseCoopers sem annast skiptastjórn KFSIOM vildu ekki tjá sig um málið. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kröfuhafar í dótturfélag Kaupþings á eyjunni Mön, Kaupthing Singer & Friedlander Isle of Man (KSFIOM), vilja að rannsókn fari fram á 550 milljón punda eða rúmlega 110 milljarða kr. yfirfærslu frá KSFIOM til Singer & Friedlander banka Kaupþins í London korteri fyrir hrun bankans í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðunni Timesonline. Þar segir að kröfuhafarnir hafi orðið fyrir enn einu áfallinu nú rétt fyrir jólin þegar þeim var tilkynnt að kröfur þeirra fengjust að öllum líkindum ekki greiddar fyrr en árið 2017. Þar að auki myndi ekki nema 80% krafnanna verða endurgreiddar. Sérstakur aðgerðarhópur kröfuhafa KSFIOM hefur lýst yfir óánægju sinni með þróun mála en alls gera um 4.000 íbúa á Mön kröfur í bankann. Þeir fengu 50.000 pund hver frá tryggingarsjóði innistæðueigenda á Mön s.l. haust, en óttast að sjá aldrei penný í viðbót. Fall dótturfélagsins á Mön má rekja aftur til sumarsins í fyrra þegar fjármálaeftirlitið á Mön (FSC) hafði áhyggjur af þeirri hættu sem KSFIOM stafaði af efnahagsþróuninni á Íslandi. Þetta leiddi til þess að KSFIOM yfirfærði 550 milljónir punda, eða helming eigna sinna, til Kaupþings í London þar talið var að þetta fé væri öruggt þar. Kaupþing féll svo skömmu síðar. KSFIOM var tekið til gjaldþrotaskipta í maí s.l. Aðgerðarhópur kröfuhafa krefst opinberrar rannsóknar á þessari yfirfærslu þar sem ljóst er að þessi upphæð fer langt með að greiða upp allar kröfur þeirra. Hópurinn vill fá að vita hvort yfirfærslan var á ábyrgð FSC eða breska fjármálaeftirlitsins (FSA). Sarah Chantrey talskona aðgerðarhópsins segir að það sé algerlega óásættanlegt að allar opinberar stofnanir sem komið hafa að málinu neita að bera ábyrgð á falli KSFIOM. Í síðustu viku var lögð fram þingsályktunartillaga í breska þinginu þar sem öll sökin á hendur falli KSFIOM er lögð á herðar FSA. Það er þá ákvöðrun FSA að taka innistæðuleyfið af KSFIOM í kjölfar falls Kaupþings á Bretlandi. PricewaterhouseCoopers sem annast skiptastjórn KFSIOM vildu ekki tjá sig um málið.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira