Lokadagur Íslandsmeistaramótsins í sundi í 25 metra laug í Laugardalslaug hófst með stæl í morgun þegar sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir setti enn eitt Íslandsmetið á mótinu en þau eru nú orðin tíu talsins.
Erla Dögg setti Íslandsmet í 200 metra fjórsundi þegar hún synti á tímanum 2:15,32.
Erla Dögg átti einnig gamla metið en það var sett árið 2007 þegar hún synti á tímanum 2:16,62.