Lífið

Britney bloggar um reynsluna í Glee

Britney Spears. MYND/Cover Media
Britney Spears. MYND/Cover Media

Söngkonan Britney Spears, 28 ára, skemmti sér vel við tökur á sjónvarpsþáttaseríunni Glee en henni var boðið að vera gestaleikari í þáttunum sem og hún gerði því hún er mikill aðdáandi seríunnar.

Britney er dugleg að skrifa á Twitter síðuna hvað hún aðhefst og síðast í gær póstaði hún mynd, sem tekin var af henni við tökur á Glee, á síðuna sína.

Söngkonan mætti eldsnemma í gærmorgun í upptökuver FOX í Los Angeles. Áður en hún lagði af stað póstaði hún eftirfarandi skilaboðum á Twitter síðuna sína:

„Er um það bil að mæta í fyrsta upptökudag fyrir Glee."

Nokkrum klukkustundum síðar setti Britney meðfylgjandi mynd á síðuna sína þar sem hún stillir sér upp við hlið aðstoðarkonu sinnar, Brett Miller, með gleraugu á nefinu.

Britney skrifaði jafnframt: „Hvað er að gerast Gleeks? Það var svo gaman í tökum í dag. Get ekki beðið eftir að sjá þáttinn!"

Ekki er vitað hvort söngkonan leikur sjálfa sig í þáttunum en framleiðendur halda því fram að áhersla er lögð á tónlist listamanna sem leika í þáttunum en ekki einkalíf þeirra.

Þátturinn með Britney verður frumsýndur í lok ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.