Lífið

Ask the Slave með nýja plötu

Ask the slave Hljómsveitin gefur út aðra breiðskífu sína á morgun.
Ask the slave Hljómsveitin gefur út aðra breiðskífu sína á morgun.

Önnur breiðskífa rokkhljómsveitarinnar Ask the Slave kemur í verslanir á morgun. Platan nefnist The Order of Things og einkennist af ringulreið sem endar með einræðu Ólafs Darra Ólafssonar, leikara.

Ask the Slave er hugarfóstur tónlistarmannsins Ragnars Ólafssonar. Ragnar ólst upp í Svíþjóð, þar sem hann var virkur á tónlistarsenunni í Gautaborg og spilaði meðal annars með tónlistarmönnum á borð við Jens Lekman og Olof Dreijer, úr hljómsveitinni The Knife. Ragnar hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin ár og komið fram með hljómsveitum á borð við Árstíðir og Momentum.

Hljómsveitin hefur komið fram með fjölda íslenskra og erlendra hljómsveita undanfarin ár og einnig tryllt tónleikagesti á þungarokkshátíðinni Eistnaflugi í gegnum árin. Ask the Slave hefur áður gefið út Ep-plötuna Point to be Made, árið 2005, og breiðskífuna Kiss Your Chora, árið 2007. Nýja platan er gefin út af Molestine Records og er lagið Smell Yourself þegar komið í spilun á útvarpsstöðinni X-inu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.