Lífið

Höfuðverkur að hafa sig til

Jessica Simpson. MYND/Cover Meida
Jessica Simpson. MYND/Cover Meida

Söng- og leikkonunni Jessicu Simpson finnst fátt eins leiðinlegt og að hafa sig til.

Jessica reynir allt hvað hún getur til að líta vel út á rauða dreglinum klædd í kjóla eftir þekkta hönnuði, með hárið vel til haft og andlitsförðunina í góðu standi.

Hún segist leyfa andlitinu að „anda" á milli þess sem hún klæðir sig upp og málar andlitið fyrir hinar ýmsu uppákomur.

„Ég er ekki vön að vera með meik. Mér finnst fátt eins leiðinlegt og að hafa mig til þar sem ég þarf að vera rosalega fín. Ég velti mér á morgnana fram úr rúminu, set á mig andlitskrem og er síðan rokin út," sagði Jessica.

Hvað ert þú lengi að hafa þig til? Svara hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.