Schumacher bað Barrichello afsökunar 26. ágúst 2010 14:06 Rubens Barrichello og Michael Schumacher hafa setið marga blaðamannafundi á ferlinum og eru hér saman ásamt fleirum fyrir tyrkneska kappaksturinn. Mynd: Getty Images Michael Schumacher hefur beðið Rubens Barrichello afsökunar á atvikinu í Ungverjalandi, þar sem hann ók í veg fyrir Barrichello á mikilli ferð á beinasta kafla brautarinnar. Autosport.com greindi frá þessu eftir hádegi í dag, en Barrichello fagnar því að mæta í sitt 300 mót um helgina á Spa brautinni um helgina. Dómarar í Þýskalandi dæmdu Schumacher í tíu sæta refsingu fyrir ógætilegan akstur, Hann fær refsinguna eftir að tímatökumn er lokið á laugardag. Hann færist aftur um tíu sæti miðað við aksturstímann í tímatökum. Schumacher sendi Barrichello textaskeyti í morgun í síma. "Það er ekkert vandamál að tala við Rubens. Það voru tvær ástæður fyrir því að senda honum skeyti, ein af aðal ástæðunum er að hann er að keppa í sínu 300 móti og við eigum sögu að baki. Mér fannst við hæfi að óska honum til hamingju og skýra mitt mál. Ef honum fannst að ég hefði ætlað að þrýsta honum upp að vegg, þá var það ekki kappsmál mitt. Ég vildi keppa án snertingar og ef honum fannst sér misboðið, þá þykir mér það leitt", sagði Schumacher á Spa í dag. Hann keppti lengi með Barrichello hjá Ferrari. Barrichello tók ágætlega í málið og sendingu Schumachers. "Ég fékk sms skeyti í dag. Einhver hafði sagt honum að hann hefði þvingað mig út í vegg og hann sagði það ekki rétt mat og baðst afsökunar á því. Ég þakkaði honum og móttók afsökunarbeiðnina og óskaði honum góðs gengis. Lífið heldur áfram", sagði Barrichello. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Michael Schumacher hefur beðið Rubens Barrichello afsökunar á atvikinu í Ungverjalandi, þar sem hann ók í veg fyrir Barrichello á mikilli ferð á beinasta kafla brautarinnar. Autosport.com greindi frá þessu eftir hádegi í dag, en Barrichello fagnar því að mæta í sitt 300 mót um helgina á Spa brautinni um helgina. Dómarar í Þýskalandi dæmdu Schumacher í tíu sæta refsingu fyrir ógætilegan akstur, Hann fær refsinguna eftir að tímatökumn er lokið á laugardag. Hann færist aftur um tíu sæti miðað við aksturstímann í tímatökum. Schumacher sendi Barrichello textaskeyti í morgun í síma. "Það er ekkert vandamál að tala við Rubens. Það voru tvær ástæður fyrir því að senda honum skeyti, ein af aðal ástæðunum er að hann er að keppa í sínu 300 móti og við eigum sögu að baki. Mér fannst við hæfi að óska honum til hamingju og skýra mitt mál. Ef honum fannst að ég hefði ætlað að þrýsta honum upp að vegg, þá var það ekki kappsmál mitt. Ég vildi keppa án snertingar og ef honum fannst sér misboðið, þá þykir mér það leitt", sagði Schumacher á Spa í dag. Hann keppti lengi með Barrichello hjá Ferrari. Barrichello tók ágætlega í málið og sendingu Schumachers. "Ég fékk sms skeyti í dag. Einhver hafði sagt honum að hann hefði þvingað mig út í vegg og hann sagði það ekki rétt mat og baðst afsökunar á því. Ég þakkaði honum og móttók afsökunarbeiðnina og óskaði honum góðs gengis. Lífið heldur áfram", sagði Barrichello.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira