Titillinn vinsælasta nafn Twitter árið 2010 fellur Justin Bieber í skaut. Þar með er ljóst að nafn poppprinsins var langoftast nefnt á samskiptasíðunni.
Í öðru sæti var nýkosinn forseti Brasilíu, Dilma Rousseff, og hin flippaða Lady Gaga vermdi þriðja sætið. Í fjórða sæti var svo sjálfur stofnandi Wikileaks, Julian Assange.