Brennimerktur Skítamóral fyrir lífstíð 21. desember 2010 09:00 Spennandi Arngrímur Fannar, nýr verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu með rafmagnaða tónlist sem sérsvið, segist hlakka til að taka þátt í uppbyggingu Hörpu.Fréttablaðið/Valli „Jú, jú, nú kemur þetta í röðum, Skímó og Sinfó, Land og synir og Sinfó. Maður á eftir að hygla sínum," segir Arngrímur Fannar Haraldsson, nýráðinn verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu, með rafmagnaða tónlist sem sérsvið eins og það er orðað í tilkynningu frá menningar- og tónlistarhúsinu. Arngrímur hefur störf í febrúar eftir að hafa starfað sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Vodafone og þar áður við viðburðastjórnun hjá Glitni. Hann er því öllum hnútum kunnugur í jakkafatadeildinni. Þekktastur er Arngrímur þó eflaust sem gítarleikarinn Addi Fannar úr hnakkabandinu Skítamóral. Skítamórall er án efa ein umdeildasta popphljómsveit seinni tíma. Sumir elskuðu hana, aðrir gengust upp í því að ausa yfir hana fúkyrðum í bæði ræðu og riti. Og því hafa eflaust einhverjir sjálfskipaðir menningarvitar fengið hland fyrir hjartað þegar þeir sáu að gítarleikarinn úr Skímó væri orðinn verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu, flottasta og dýrasta ráðstefnuhúsi Íslands, heimili Ashkenazy og Sinfóníuhljómsveitarinnar. „Maður er brennimerktur fyrir lífstíð," segir Arngrímur og þykir þetta skondið. „Maður er náttúrlega klofinn persónuleiki, Addi Fannar í Skímó er annar persónuleikinn, hann er svona popparagosi og svo er það hinn, níu til fimm excel-nördið. Og mér hefur gengið nokkuð vel að halda þessum tveim aðskildum," segir Arngrímur og viðurkennir að það sé mikill munur á því að spila Farinn fyrir fullu húsi í Buffaló-bomsunum og að klæðast fínum lakkskóm í dagvinnunni. „Þetta gerir lífið bara skemmtilegt. Skímó hefur verið hobbý hjá mér síðustu tíu árin og við höfum spilað nokkuð mikið á þessu ári. En það verður klárlega minna um tónleikahald á því næsta." En þá að starfinu. Hlutverk Arngríms Fannars verður að koma að skipulagningu rafmagnaðrar tónlistar, poppaðrar og rokkaðrar, í húsinu og draga inn spennandi verkefni. Arngrímur segist hafa ákveðnar hugmyndir en honum hafi ekki gefist tækifæri til að skoða húsið né ákveða fyrstu skref. „Að öllu gamni slepptu finnst mér þetta alveg gríðarlega spennandi starf og það verður gaman að taka þátt í einhverju nýju." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira
„Jú, jú, nú kemur þetta í röðum, Skímó og Sinfó, Land og synir og Sinfó. Maður á eftir að hygla sínum," segir Arngrímur Fannar Haraldsson, nýráðinn verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu, með rafmagnaða tónlist sem sérsvið eins og það er orðað í tilkynningu frá menningar- og tónlistarhúsinu. Arngrímur hefur störf í febrúar eftir að hafa starfað sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Vodafone og þar áður við viðburðastjórnun hjá Glitni. Hann er því öllum hnútum kunnugur í jakkafatadeildinni. Þekktastur er Arngrímur þó eflaust sem gítarleikarinn Addi Fannar úr hnakkabandinu Skítamóral. Skítamórall er án efa ein umdeildasta popphljómsveit seinni tíma. Sumir elskuðu hana, aðrir gengust upp í því að ausa yfir hana fúkyrðum í bæði ræðu og riti. Og því hafa eflaust einhverjir sjálfskipaðir menningarvitar fengið hland fyrir hjartað þegar þeir sáu að gítarleikarinn úr Skímó væri orðinn verkefnisstjóri tónlistarviðburða í Hörpu, flottasta og dýrasta ráðstefnuhúsi Íslands, heimili Ashkenazy og Sinfóníuhljómsveitarinnar. „Maður er brennimerktur fyrir lífstíð," segir Arngrímur og þykir þetta skondið. „Maður er náttúrlega klofinn persónuleiki, Addi Fannar í Skímó er annar persónuleikinn, hann er svona popparagosi og svo er það hinn, níu til fimm excel-nördið. Og mér hefur gengið nokkuð vel að halda þessum tveim aðskildum," segir Arngrímur og viðurkennir að það sé mikill munur á því að spila Farinn fyrir fullu húsi í Buffaló-bomsunum og að klæðast fínum lakkskóm í dagvinnunni. „Þetta gerir lífið bara skemmtilegt. Skímó hefur verið hobbý hjá mér síðustu tíu árin og við höfum spilað nokkuð mikið á þessu ári. En það verður klárlega minna um tónleikahald á því næsta." En þá að starfinu. Hlutverk Arngríms Fannars verður að koma að skipulagningu rafmagnaðrar tónlistar, poppaðrar og rokkaðrar, í húsinu og draga inn spennandi verkefni. Arngrímur segist hafa ákveðnar hugmyndir en honum hafi ekki gefist tækifæri til að skoða húsið né ákveða fyrstu skref. „Að öllu gamni slepptu finnst mér þetta alveg gríðarlega spennandi starf og það verður gaman að taka þátt í einhverju nýju." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira