Lífið

Breyttist í partístelpu eftir skilnaðinn

Jenny McCarthy. MYNDIR/Cover Media
Jenny McCarthy. MYNDIR/Cover Media

Leikkonan Jenny McCarthy segist njóta þess að vera á lausu eftir að hún hætti með leikaranum Jim Carrey fyrr á árinu. Sagan segir að hún reyni allt hvað hún geti til að líta út fyrir að vera hamingjusöm.

Jenny flutti nýverið til Las Vegas og skemmtir sér þar eins og enginn sé morgundagurinn.

„Ég er byrjuð að ganga í fötum sem mig dreymdi ekki um að klæðast aftur," sagði Jenny á rauða dreglinum í einu af fjölmörgum teitum sem hún mætir í.

Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig Jenny hefur breytt um fatastíl eftir að hún hætti með Jim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.