Lífið

The Office fer til Kína

ricky gervais Kínversk útgáfa af The Office er í undirbúningi.
ricky gervais Kínversk útgáfa af The Office er í undirbúningi.

Breski grínistinn Ricky Gervais segir að kínversk útgáfa af sjónvarpsþáttum sínum, The Office, sé í bígerð. Þættirnir slógu fyrst í gegn í Bretlandi með honum í aðalhlutverki. Síðan var gerð bandarísk útgáfa með Steve Carell í hlutverki skrifstofustjórans og núna er kínversk útgáfa í uppsiglingu.

Hvað varðar bandarísku útgáfuna þá stendur yfir leit að nýjum skrifstofustjóra í stað Carells sem hefur sagt upp störfum. Rys Darby úr þáttunum Flight of the Conchords og grínistinn Danny McBride eru báðir taldir líklegir til að hreppa hnossið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.