Lífið

Hatar megrunarkúra

Molly Sims. MYND/Cover Media
Molly Sims. MYND/Cover Media

Fyrirsætan Molly Sims, 37 ára, hatar megrunarkúra og lætur fara í taugarnar á sér hvernig söngkonan Britney Spears klæðir sig.

Fyrirsætan er á þeirri skoðun að það eina sem Britney þurfi á að halda sé allsherjar yfirferð á útlitinu.

„Ég myndi henda stígvélunum sem Britney gengur í og lika toppunum hennar," sagði Molly í septemberhefti tímaritsins Health.

„Britney þarf virkilega á aðstoð að halda þegar kemur að heildarútlitinu," sagði hún.

Molly hefur setið fyrir á forsíðu tímaritsins Sports Illustrated nokkrum sinnum í gegnum tíðina og í eitt skiptið klæddist hún engu nema 30 milljón dollara bikiní.

Molly segir það vera hörku vinnu að halda líkamanum í góðu formi. Hún hugar vel að því hvað hún borðar en segist ekki þola megrunarkúra.

„Ég var með útlitið á heilanum og prufaði alla megrunarkúra hérna áður fyrr en núna er ég í betra formi af því að ég vel af kostgæfni hvað ég set inn fyrir mínar varir. Ég þoli ekki megrunarkúra og svo er ég grennri og í betra formi í dag en þegar ég vann sem fyrirsæta," sagði Molly.

Könnun á meðal lesenda Lífsins: Hvaða megrunarkúr virkar BEST?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.