Njarðvíkingar byrjuðu úrslitakeppnina í Iceland Express karla í körfubolta á góðum sigri á Teiti Örlygssyni og lærisveinum hans í Stjörnunni í Ásgarði í gær.
Njarðvíkingar héldu Stjörnunni í 64 stigum í leiknum og þvinguðu alls 28 tapaða bolta hjá Garðbæingum sem komust aldrei í gang í sókninni.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í gær og myndaði baráttuna á vellinum.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Njarðvíkurvörnin öflug í Garðabænum - myndasypra
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Fleiri fréttir
