Lífið

Vilja bjarga hjónabandinu

kate winslet
kate winslet
Leikkonan Kate Winslet og leikstjórinn Sam Mendes ætla að reyna að bjarga hjónabandi sínu með því að fara saman í rómantískt sumarfrí. Þau komust í fréttirnar í mars þegar þau tilkynntu að sjö ára hjónaband þeirra væri á enda runnið. Skilnaðurinn virtist vera á vingjarnlegu nótunum og sáust þau skömmu síðar eyða tíma saman með börnunum sínum tveimur. Winslet og Mendes ætla nú að dvelja saman í sumarhúsi á Englandi ásamt börnunum í von um að neistinn kvikni á ný. Tímasetningin hentar vel því Mendes er ekki að leikstýra neinni mynd um þessar mundir og Winslet er einnig í stuttri pásu frá kvikmyndaleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.