Körfubolti

Teitur Örlygsson: Neistinn kemur á hárréttum tíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar.
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar.

Teitur Örlygsson náði ekki að stýra sínum strákum í Stjörnunni til sigurs á móti hans gömlu félögum í Njarðvík í kvöld en hann var ánægður með baráttuanda og varnarleik sinna manna í naumu 67-72 tapi.

„Við vorum í skelfilegum villuvandræðum og klikkuðum mikið úr vítum. Við vorum að skjóta boltanum illa og klikka á galopnum skotum en við héldum okkur samt inn í þessu og við hefðum getað unnið þetta," sagði Teitur eftir leikinn.

„Njarðvíkurliðið spilaði ekki illa í dag því Njarðvíkurliðið átti hörkuleik í dag. Það eru tvö Njarðvíkurlið búin að mæta til leiks í vetur og við lendum á móti betra Njarðvíkurliðinu í þessum leik. Þeir eru með frábæra vörn og halda liðum í 60 til 70 stigum," sagði Teitur.

„Við tókum á móti þeim og ég er mjög stoltur af mínum strákum. Ég var búinn að bíða eftir því að sjá þennan neista og hann kemur á hárréttum tíma. Það er alltaf svekkjandi að tapa og við ætluðum að reyna að vinna þrjá af síðustu fjórum. Við verðum bara að taka þessa þrjá leiki sem við eigum eftir og með svona leik þá gerum við það," sagði Teitur að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×