Lífið

Saknar að ganga um óáreitt

Angelina Jolie. MYND/Cover Media
Angelina Jolie. MYND/Cover Media

Angelina Jolie, 35 ára, saknar daganna þegar hún gat gengið um New York borg án þess að nokkur tæki eftir henni. Í dag getur leikkonan hvergi látið sjá sig án þess að fjöldi ljósmyndara elti hana eða aðdáendur biðji hana um eiginhandaráritun.

„Ég sakna þess að vera ein af fjöldanum. Ég hef búið í New York síðan ég var ung," sagði Angelina.

MYND/Cover Media

„Stundum gekk ég heilu dagana um borgina. Ég elskaði það," sagði Angelina en hún kynnir um þessar mundir nýju mynd sína Salt sem frumsýnd verður hér á landi eftir þrjá daga.

Þrátt fyrir að vera nátengd börnum sínum viðurkennir hún að frægðin hefur líka neikvæðar hliðar þegar kemur að fjölskyldulífinu.

„Börnin eru frjálsari þegar ég og Brad erum ekki nálægt. Þau eru farin að skilja hvernig þetta virkar allt saman. Stundum fer frægð okkar í taugarnar á þeim og stundum hræðir hún þau líka."

Meðfylgjandi má sjá myndir af Angelinu í Seoul í Suður Kóreu þar sem hún kynnti umrædda kvikmynd.

Heimasíða SALT. Sjá Midi.is.

Við spáðum fyrir lesendum Lífsins í morgun. Vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.