Steindi jr. í sinni fyrstu kvikmynd 21. ágúst 2010 09:00 Steindi jr. er kominn með hlutverk í sinni fyrstu kvikmynd eftir handriti Þorsteins Guðmundssonar. Reynir Lyngdal leikstýrir „Það hvílir mikil leynd yfir hlutverkinu en ég get sagt að ég verð ekki Steindi heldur önnur persóna,“ segir Steindi jr. grínistinn góðkunni. Steindi sló eftirminnilega í gegn á síðasta vetri í þáttunum Steindinn okkar en frægðarsólin virðist hvergi nærri hætt að rísa. Því nú hefur Steindi landað hlutverki í kvikmyndinni Okkar eigin Osló sem leikstýrt er af Reyni Lyngdal eftir handriti Þorsteins Guðmundssonar. Steindi segist vera ákaflega spenntur fyrir þessum nýja starfsvettvangi en meðal mótleikara hans eru áðurnefndur Þorsteinn, Brynhildur Guðjónsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Laddi. Tökur hefjast á þriðjudaginn í næstu viku á Þingvöllum en svo heldur tökuliðið til Osló í lok september. Myndin er kolsvört gamanmynd um fjölskyldu sem er ekki stödd á sínum besta stað í lífinu. Steindi sjálfur er ákaflega upptekinn um þessar mundir því hópurinn á bak við Steindann okkar situr nú við skriftir fyrir aðra þáttaröðina. Þeir fengu góðan liðsstyrk fyrr á þessu ári þegar Magnús Leifsson varð þriðji maðurinn í hópnum. „Við byrjuðum í síðustu viku og ég hlakka alveg rosalega til. Okkur gengur vel og erum strax komnir með mikið af efni,“ útskýrir Steindi en tökur á þættinum eiga að hefjast í október. Steindi segir ekki koma til greina að breyta verklaginu í kringum þættina þótt hann og Ágúst Bent geri þá nánast bara tveir einir. „Nei, við treystum engum öðrum fyrir þessu.“ - fgg Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Það hvílir mikil leynd yfir hlutverkinu en ég get sagt að ég verð ekki Steindi heldur önnur persóna,“ segir Steindi jr. grínistinn góðkunni. Steindi sló eftirminnilega í gegn á síðasta vetri í þáttunum Steindinn okkar en frægðarsólin virðist hvergi nærri hætt að rísa. Því nú hefur Steindi landað hlutverki í kvikmyndinni Okkar eigin Osló sem leikstýrt er af Reyni Lyngdal eftir handriti Þorsteins Guðmundssonar. Steindi segist vera ákaflega spenntur fyrir þessum nýja starfsvettvangi en meðal mótleikara hans eru áðurnefndur Þorsteinn, Brynhildur Guðjónsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Laddi. Tökur hefjast á þriðjudaginn í næstu viku á Þingvöllum en svo heldur tökuliðið til Osló í lok september. Myndin er kolsvört gamanmynd um fjölskyldu sem er ekki stödd á sínum besta stað í lífinu. Steindi sjálfur er ákaflega upptekinn um þessar mundir því hópurinn á bak við Steindann okkar situr nú við skriftir fyrir aðra þáttaröðina. Þeir fengu góðan liðsstyrk fyrr á þessu ári þegar Magnús Leifsson varð þriðji maðurinn í hópnum. „Við byrjuðum í síðustu viku og ég hlakka alveg rosalega til. Okkur gengur vel og erum strax komnir með mikið af efni,“ útskýrir Steindi en tökur á þættinum eiga að hefjast í október. Steindi segir ekki koma til greina að breyta verklaginu í kringum þættina þótt hann og Ágúst Bent geri þá nánast bara tveir einir. „Nei, við treystum engum öðrum fyrir þessu.“ - fgg
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“