Kakó og brauð með osti Brynhildur Björnsdóttir skrifar 5. nóvember 2010 06:00 Þegar ég var lítil fengum við okkur stundum kakó og brauð með osti á köldum vetrarkvöldum þegar farið var að rökkva og snjór úti og svo undurkósí að kveikja á kertum og kúra saman inni í stofu og dunda eitthvað. Og nú langar mig að endurvekja þennan sið með fjölskyldunni minni og bjóða henni upp á kvöldkakó a la ég og æska mín. Uppástungunni er vel tekið og ég dríf mig svo inn í eldhús þar sem kvöl og samviskubit grípa um sig. Kvölin er vegna valarinnar sem þarf að vera rétt: Eldri dóttirin vill ekkert nema flatkökur. Hún fær feitan ost því hún þarf orkuna, rabbarbarasultu undir og smjör, ekki of mikið samt. Hún vill bleika diskinn. Sú litla vill brauð sem er skorið í teninga, ekki of litla og ekki of stóra. Hún vill ost en fær bara sojaost því hún er með mjólkuróþol. Stundum hafnar hún sojaostinum, stundum ekki. Alltaf spennandi. Hún vill sultu, en ofan á ostinn og yfirleitt ekki rabbarbarasultu heldur jarðarberja. Hún vill líka bleika diskinn. Sambýlismaðurinn er í uppbyggingu eftir að hafa verið lasinn og lystarlaus, hann vill ristað brauð með smá smjöri , osti og skinku. Stelpurnar munu sjá það og vilja skinku, ofan á sultuna og ostinn. Sé það fyrir og skelli tveimur auka skinkusneiðum á disk. Sjálf er ég í aðhaldi og fæ hrökkbrauð með 9% osti. Kakóið er eftirfarandi: swiss miss handa eldri dótturinni, blandað með mjólk svo það sé ekki of kalt, borið fram í hálffullri prinsessukönnu, vatnskakó handa þeirri yngri, kælt með sojamjólk, samt ekki of mikilli, borið fram í stútkönnu með röri, súkkulaðipróteindrykkur í háu glasi handa sambýlismanninum og diet-light- invisible-delight súkkulíkiseitthvað úr bréfi handa mér. Og hér kemur að samviskubitinu: brauðið er ekki heimabakað. Ekki flatkökurnar heldur. Smjörið er smjörvi sem er fullur af transfitusýrum, rabbarbarasultan reyndar afagerð en full af hvítum sykri. Ekki sykur í jarðarberjasultunni en örugglega hægt að finna eitthvað annað óhollt. Kakóið tínt af þrælabörnum í Afríku, sykrað með hvítum sykri og örugglega fullt af transfitusýrum. Osturinn þjófstolinn frá kúabörnum, mæður þeirra pyndaðar með ódýrúðlegum mjaltavélum í allt of litlum fjósum og fá aldrei að fara út. Skinkan ekkert nema litar-og bragðefni, sem betur fer er meiriparturinn vatn. Svo ber ég fram litar-og bragðefnin á plastdiskum, plaststútkönnum og glösum við mikinn fögnuð en eitthvað hefur glatast í undirbúningnum. Í minningunni var kakóstundin ekki svona flókin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun
Þegar ég var lítil fengum við okkur stundum kakó og brauð með osti á köldum vetrarkvöldum þegar farið var að rökkva og snjór úti og svo undurkósí að kveikja á kertum og kúra saman inni í stofu og dunda eitthvað. Og nú langar mig að endurvekja þennan sið með fjölskyldunni minni og bjóða henni upp á kvöldkakó a la ég og æska mín. Uppástungunni er vel tekið og ég dríf mig svo inn í eldhús þar sem kvöl og samviskubit grípa um sig. Kvölin er vegna valarinnar sem þarf að vera rétt: Eldri dóttirin vill ekkert nema flatkökur. Hún fær feitan ost því hún þarf orkuna, rabbarbarasultu undir og smjör, ekki of mikið samt. Hún vill bleika diskinn. Sú litla vill brauð sem er skorið í teninga, ekki of litla og ekki of stóra. Hún vill ost en fær bara sojaost því hún er með mjólkuróþol. Stundum hafnar hún sojaostinum, stundum ekki. Alltaf spennandi. Hún vill sultu, en ofan á ostinn og yfirleitt ekki rabbarbarasultu heldur jarðarberja. Hún vill líka bleika diskinn. Sambýlismaðurinn er í uppbyggingu eftir að hafa verið lasinn og lystarlaus, hann vill ristað brauð með smá smjöri , osti og skinku. Stelpurnar munu sjá það og vilja skinku, ofan á sultuna og ostinn. Sé það fyrir og skelli tveimur auka skinkusneiðum á disk. Sjálf er ég í aðhaldi og fæ hrökkbrauð með 9% osti. Kakóið er eftirfarandi: swiss miss handa eldri dótturinni, blandað með mjólk svo það sé ekki of kalt, borið fram í hálffullri prinsessukönnu, vatnskakó handa þeirri yngri, kælt með sojamjólk, samt ekki of mikilli, borið fram í stútkönnu með röri, súkkulaðipróteindrykkur í háu glasi handa sambýlismanninum og diet-light- invisible-delight súkkulíkiseitthvað úr bréfi handa mér. Og hér kemur að samviskubitinu: brauðið er ekki heimabakað. Ekki flatkökurnar heldur. Smjörið er smjörvi sem er fullur af transfitusýrum, rabbarbarasultan reyndar afagerð en full af hvítum sykri. Ekki sykur í jarðarberjasultunni en örugglega hægt að finna eitthvað annað óhollt. Kakóið tínt af þrælabörnum í Afríku, sykrað með hvítum sykri og örugglega fullt af transfitusýrum. Osturinn þjófstolinn frá kúabörnum, mæður þeirra pyndaðar með ódýrúðlegum mjaltavélum í allt of litlum fjósum og fá aldrei að fara út. Skinkan ekkert nema litar-og bragðefni, sem betur fer er meiriparturinn vatn. Svo ber ég fram litar-og bragðefnin á plastdiskum, plaststútkönnum og glösum við mikinn fögnuð en eitthvað hefur glatast í undirbúningnum. Í minningunni var kakóstundin ekki svona flókin.