Lífið

Heróín og hommaklám á RIFF

Heimildarmyndin Addicted in Afganistan fjallar um fimmtán ára drengi sem eru háðir heróíni.
Heimildarmyndin Addicted in Afganistan fjallar um fimmtán ára drengi sem eru háðir heróíni.
Um þrjátíu heimildarmyndir verða sýndar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í haust. Myndirnar eiga það allar sameiginlegt að hafa gert það gott á kvikmyndahátíðum víða um heim að undanförnu. Þær fjalla meðal annars um eiturlyf í Afganistan og hommaklám.

Í myndinni Addicted In Afganistan er fylgst með Jabar og Zahir, tveimur 15 ára gömlum drengjum sem búa í Kabúl og eru báðir háðir heróíni. Þeim er fylgt eftir í heilt ár þar sem þeir takast á við hversdagsleikann frá degi til dags.

Myndin All Boys frá Finnlandi fjallar um hommaklám. Þar er skoðað hvernig slík kvikmyndagerð fer fram í austurhluta Evrópu. Þar leiðast fátækir, ómenntaðir og atvinnulausir ungir menn inn í þennan heim, sem um margt er afar óhugnanlegur.

Í bandarísku myndinni Monica And David er fylgst með hjónabandi tveggja einstaklinga með Downs-heilkennið og fjölskyldum þeirra sem reyna að styðja þau með ráðum og dáð. Monica og David eru að mörgu leyti eins og börn en þrá fullorðinslega hluti.

Nánari upplýsingar um kvikmyndahátíðina má finna á Riff.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.