Lífið

Mamman daðrar við Brand

Móðir söngkonunnar Katy Perry daðrar við unnusta hennar í gegnum vefpóst. 
nordicphotos/getty
Móðir söngkonunnar Katy Perry daðrar við unnusta hennar í gegnum vefpóst. nordicphotos/getty
Bandaríska söngkonan Katy Perry segist eiga gott samband við foreldra sína nú þegar hún er komin á fullorðinsaldur. Hún viðurkenndi í nýlegu viðtali við tímaritið Glamour UK að foreldrar hennar hafi þó ekki verið samþykkir sambandi hennar og Russells Brand í fyrstu. „Þau vissu mjög lítið um hann, en leyfðu honum þó að njóta vafans.“

Brand átti ekki í erfiðleikum með að heilla foreldra unnustu sinnar upp úr skónum og segir Perry að móðir hennar sé afskaplega hrifin af Brand. „Hann er mjög heillandi og á í ástarsambandi við móður mína í gegnum netið. Hún daðrar við hann og mér finnst það einstaklega óviðeigandi og hef beðið hann vinsamlegast að hætta,“ sagði söngkonan sem mun giftast grínistanum síðar á árinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.