Körfubolti

Engin meðalmennska hjá Bradord á móti Snæfelli í síðustu úrslitakeppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nick Bradford.
Nick Bradford. Mynd/Vilhelm
Nick Bradford spilar með Keflavík á móti Snæfelli í þriðja leik úrslitaeinvígis Iceland Express deildar karla á morgun sem ættu að vera slæmar fréttir fyrir Hólmara sem hafa fengið að kenna á snilli Bradford í úrslitakeppninni í gegnum tíðina.

Nick Bradford varð tvisvar Íslandsmeistari með Keflavík, 2004 og 2005, og í bæði skiptin vann liðið 3-1 sigur á Snæfelli í lokaúrslitunum. Bradford var með 19,5 stig, 11,0 fráköst, 6,1 stoðsending, 2,4 stolna bolta og 2,4 varin skot að meðaltali í þessum átta leikjum liðanna í lokaúrslitunum.

Tölur Bradford frá 2005 voru mun betri en hann var kosinn besti leikmaður þess einvígis eftir að hafa verið með 23,0 stig, 12,5 fráköst, 6,3 stoðsendingar, 2,8 stolna bolta og 2,3 varin skot að meðaltali í leikjunum fjórum.

Nick Bradford var einnig með Grindavík þegar liðið sló Snæfell út 3-1 í undanúrslitunum í fyrra og hefur því unnið öll þrjú einvígi sín á móti Snæfelli og alls 9 af 12 leikjum.

Nick Bradford hækkaði síðan meðalskor sitt enn frekar í lokaúrslitum á móti KR í fyrra en þá var með 29,2 stig að meðaltali og hitti þá úr 56,4 prósent skota sinna. Það dugðu þó ekki til sigurs.

Tölfræði Nick á móti Snæfelli í lokaúrslitunum 2004

Leikir 4 (3 sigrar)

Stig í leik 16,0

Fráköst í leik 9,5

Stoðsendingar í leik 6,0

Stolnir boltar í leik 2,0

Varin skot í leik 2,5

Skotnýting 36,2%

3ja stiga skotnýting 20,0%

Vítanýting 56,3%

Tölfræði Nick á móti Snæfelli í lokaúrslitunum 2005

Leikir 4 (3 sigrar)

Stig í leik 23,0

Fráköst í leik 12,5

Stoðsendingar í leik 6,3

Stolnir boltar í leik 2,8

Varin skot í leik 2,3

Skotnýting 49,4%

3ja stiga skotnýting 35,7%

Vítanýting 42,9%

Tölfræði Nick á móti Snæfelli í undanúrslitunum 2009

Leikir 4 (3 sigrar)

Stig í leik 19,5

Fráköst í leik 8,3

Stoðsendingar í leik 3,0

Stolnir boltar í leik 3,3

Varin skot í leik 1,3

Skotnýting 47,6%

3ja stiga skotnýting 23,0%

Vítanýting 93,8%






Fleiri fréttir

Sjá meira


×