Viðskipti innlent

FME lauk afar fáum málum með beitingu valdheimilda

Fjármálaeftirlitið lauk afar fáum málum með formlegri beitingu valdheimilda samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis. Í skýrslunni segir að það hafi vakið sérstaka athygli, miðað við þau alvarlegu brot sem Fjármálaeftirlitið benti sjálft á í skýrslum sínum.

Rannsóknarnefndin kannaði löggjöf á Norðurlöndunum og var það mat þeirra að úrræði Fjármálaeftirlitsins hafi verið með svipuðum hætti og gerðist varðandi systurstofnanir Fjármálaeftirlitsins á Norðurlöndunum.

Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að tilefni hefði verið til að grípa til slíkra úrræða í fleiri málum en raun ber vitni, en slíkt varð ekki raunin þrátt fyrir að úrræðin væru til staðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×