McDowell og Kaymer kylfingar ársins á Evrópumótaröðinni 8. desember 2010 09:45 Graeme McDowell átti frábært ár og sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. Nordic Photos/Getty Images Norður-Írinn Graeme McDowell og Þjóðverjinn Martin Kaymer voru í gær valdir kylfingar ársins á Evrópumótaröðinni en þetta er í fyrsta sinn í 26 ár þar sem tveir kylfingar deila þessum titli. McDowell sigraði á sínum fyrsta stórmóti á þessu ári, opna bandaríska meistaramótinu, og það gerði Kaymer einnig en hann sigraði á PGA-meistaramótinu. Báðir voru þeir Ryderliði Evrópu sem sigraði það bandaríska á Celtic Manor vellinum í Wales í október og þeir sigruðu báðir á fjórum atvinnumótum á árinu 2011. Það var því ekki hægt að gera upp á milli þeirra að mati dómnefndar Evrópumótaraðarinnar. Það eru íþróttafréttamenn og golfsérfræðingar sem starfa við sjónvarp sem standa að kjörinu og skiptust atkvæðin jafnt á milli þeirra McDowell og Kaymer.Besta árið í sögu EvrópumótaraðarinnarMartin Kaymer sigraði á PGA-meistaramótinu og var efstur á peningalistanum í lok keppnistímabilsins á Evrópumótaröðinni.Nordic Photos/Getty ImagesKaymer, sem er 25 ára gamall, var efstur á peningalista Evrópumótaraðarinnar en McDowell tryggði Evrópu sigur í Ryderkeppninni í lokaleik mótsins.Árið 2011 er líklega það besta í sögu Evrópumótaraðarinnar en þrír kylfingar af þeirri mótaröð sigruðu á stórmóti á árinu. McDowell, Kaymer og Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku sigraði á opna breska meistaramótinu á St. Andrews.Þar að auki komst Englendingurinn Lee Westwood í efsta sæti heimslistans og velti Tiger Woods úr því sæti eftir margra ára einokun á þeim titli.Englendingurinn Ian Poulter, Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els og Ítalinn Francesco Molinari fögnuðu allir sigri á heimsmótaröðinni en þeir eru einnig meðlimir Evrópumótaraðarinnar. Golf Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Norður-Írinn Graeme McDowell og Þjóðverjinn Martin Kaymer voru í gær valdir kylfingar ársins á Evrópumótaröðinni en þetta er í fyrsta sinn í 26 ár þar sem tveir kylfingar deila þessum titli. McDowell sigraði á sínum fyrsta stórmóti á þessu ári, opna bandaríska meistaramótinu, og það gerði Kaymer einnig en hann sigraði á PGA-meistaramótinu. Báðir voru þeir Ryderliði Evrópu sem sigraði það bandaríska á Celtic Manor vellinum í Wales í október og þeir sigruðu báðir á fjórum atvinnumótum á árinu 2011. Það var því ekki hægt að gera upp á milli þeirra að mati dómnefndar Evrópumótaraðarinnar. Það eru íþróttafréttamenn og golfsérfræðingar sem starfa við sjónvarp sem standa að kjörinu og skiptust atkvæðin jafnt á milli þeirra McDowell og Kaymer.Besta árið í sögu EvrópumótaraðarinnarMartin Kaymer sigraði á PGA-meistaramótinu og var efstur á peningalistanum í lok keppnistímabilsins á Evrópumótaröðinni.Nordic Photos/Getty ImagesKaymer, sem er 25 ára gamall, var efstur á peningalista Evrópumótaraðarinnar en McDowell tryggði Evrópu sigur í Ryderkeppninni í lokaleik mótsins.Árið 2011 er líklega það besta í sögu Evrópumótaraðarinnar en þrír kylfingar af þeirri mótaröð sigruðu á stórmóti á árinu. McDowell, Kaymer og Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku sigraði á opna breska meistaramótinu á St. Andrews.Þar að auki komst Englendingurinn Lee Westwood í efsta sæti heimslistans og velti Tiger Woods úr því sæti eftir margra ára einokun á þeim titli.Englendingurinn Ian Poulter, Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els og Ítalinn Francesco Molinari fögnuðu allir sigri á heimsmótaröðinni en þeir eru einnig meðlimir Evrópumótaraðarinnar.
Golf Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira