Umfjöllun: Meistararnir of sterkir fyrir Fjölni í lokin Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2010 22:01 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Vilhelm Í kvöld heimsóttu Fjölnismenn Íslandsmeistara KR í DHL-höllina í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi til enda. Mikil spenna var allt til loka en KR-ingar kláruðu Fjölni í lok síðasta leikhluta og lokatölur, 80-75. Leikurinn byrjaði ekki vel hjá meisturunum og þeir fundu ekki strax taktinn. Lentu í villuvandræðum og vantaði meiri grimmd. Tommy Johnson var ekki að hitta fyrir utan og það átti eftir að ræsa Pavel Ermolinskij í gang. Aftur á móti voru gestirnir í Fjölni mun sprækari og leiddu fyrsta leikhluta. Christopher Smith var í aðalhlutverki, bæði í vörn og sókn og smitaði frá sér og Fjölnis-liðið virkaði vel. Staðan eftir fyrsta leikhluta var, 14-17. Það var útlit fyrir að heimamenn ætluðu ekki að leyfa Fjölnismönnum að leiða leikinn neitt mikið lengur og miklu meiri stemning í liðinu í öðrum leikhluta. Leikurinn jafnaðist strax í upphafi og það var líkt og meistararnir væru vaknaðir. Gestirnir í Fjölni voru ekki alveg á því að láta leikinn í hendurnar á heimamönnum og svöruðu grimmt. Arnþór Freyr Guðmundsson átti mikilvæga körfu undir lok annars leikhluta og kom Fjölni yfir á nýjan leik. Cristopher Smith í formi með þrettán stig og Fjölnir leiddi í hálfleik, 35-37. Þriðji leikhlutinn var mikil spenna. Það var hnífjafnt og bæði lið að spila góðan sóknarleik, en gestirnir voru þó alltaf skrefinu á undan. Brynjar Þór Björnsson minnti á sig og setti tvo þrista. Finnur Atli Magnússon lærði af honum, setti niður mikilvæga þriggja stiga körfu og meistararnir loks með forystuna. Sama sagan hélt áfram og Fjölnir héldu áfram að spila frábærlega. Engin breyting varð á í lok þriðja leikhluta, Gestirnir leiddu, staðan 56-57 í stórskemmtilegum leik. Fjölnir spiluðu sinn leik áfram, með meistarana brjálaða og hungraða í að styrkja stöðu sína enn frekar á toppnum. Spennan var gríðarleg í höllinni allt fram til loka. Darri Hilmarsson var frábær í leiknum og var heldur betur mikilvægur í lok leiksins. Darri var með sex stig í röð og minnkaði stöðuna í eitt stig þegar tvær mínútur lifðu eftir á klukkunni. KR-ingar unnu boltann í kjölfarið og komust yfir eftir langa bið. Því miður fyrir gestina þá varð ákveðið reynsluleysi Fjölni að falli og þeir virtust ekki höndla pressuna í lokin eftir að liðið hafði spilað frábærlega mest allan leikinn. Lokatölur sem fyrr segir, 80-75, í bráðskemmtilegum leik. Darri Hilmarsson fór mikinn í liðið heimamanna, var kraftmikill og lykillinn að sigri meistaranna þetta kvöldið. Darri var stigahæstur með tuttugu og tvö stig. Steig upp meðan að aðrir lykilmenn létu lítið fyrir sér fara og kláraði leikinn. Cristopher Smith var stigahæstur í liði Fjölnis með tuttugu og átta stig en hann var allt í öllu hjá gestunum en því miður dugði það ekki að þessu sinni fyrir Fjölnis-menn. Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Í kvöld heimsóttu Fjölnismenn Íslandsmeistara KR í DHL-höllina í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi til enda. Mikil spenna var allt til loka en KR-ingar kláruðu Fjölni í lok síðasta leikhluta og lokatölur, 80-75. Leikurinn byrjaði ekki vel hjá meisturunum og þeir fundu ekki strax taktinn. Lentu í villuvandræðum og vantaði meiri grimmd. Tommy Johnson var ekki að hitta fyrir utan og það átti eftir að ræsa Pavel Ermolinskij í gang. Aftur á móti voru gestirnir í Fjölni mun sprækari og leiddu fyrsta leikhluta. Christopher Smith var í aðalhlutverki, bæði í vörn og sókn og smitaði frá sér og Fjölnis-liðið virkaði vel. Staðan eftir fyrsta leikhluta var, 14-17. Það var útlit fyrir að heimamenn ætluðu ekki að leyfa Fjölnismönnum að leiða leikinn neitt mikið lengur og miklu meiri stemning í liðinu í öðrum leikhluta. Leikurinn jafnaðist strax í upphafi og það var líkt og meistararnir væru vaknaðir. Gestirnir í Fjölni voru ekki alveg á því að láta leikinn í hendurnar á heimamönnum og svöruðu grimmt. Arnþór Freyr Guðmundsson átti mikilvæga körfu undir lok annars leikhluta og kom Fjölni yfir á nýjan leik. Cristopher Smith í formi með þrettán stig og Fjölnir leiddi í hálfleik, 35-37. Þriðji leikhlutinn var mikil spenna. Það var hnífjafnt og bæði lið að spila góðan sóknarleik, en gestirnir voru þó alltaf skrefinu á undan. Brynjar Þór Björnsson minnti á sig og setti tvo þrista. Finnur Atli Magnússon lærði af honum, setti niður mikilvæga þriggja stiga körfu og meistararnir loks með forystuna. Sama sagan hélt áfram og Fjölnir héldu áfram að spila frábærlega. Engin breyting varð á í lok þriðja leikhluta, Gestirnir leiddu, staðan 56-57 í stórskemmtilegum leik. Fjölnir spiluðu sinn leik áfram, með meistarana brjálaða og hungraða í að styrkja stöðu sína enn frekar á toppnum. Spennan var gríðarleg í höllinni allt fram til loka. Darri Hilmarsson var frábær í leiknum og var heldur betur mikilvægur í lok leiksins. Darri var með sex stig í röð og minnkaði stöðuna í eitt stig þegar tvær mínútur lifðu eftir á klukkunni. KR-ingar unnu boltann í kjölfarið og komust yfir eftir langa bið. Því miður fyrir gestina þá varð ákveðið reynsluleysi Fjölni að falli og þeir virtust ekki höndla pressuna í lokin eftir að liðið hafði spilað frábærlega mest allan leikinn. Lokatölur sem fyrr segir, 80-75, í bráðskemmtilegum leik. Darri Hilmarsson fór mikinn í liðið heimamanna, var kraftmikill og lykillinn að sigri meistaranna þetta kvöldið. Darri var stigahæstur með tuttugu og tvö stig. Steig upp meðan að aðrir lykilmenn létu lítið fyrir sér fara og kláraði leikinn. Cristopher Smith var stigahæstur í liði Fjölnis með tuttugu og átta stig en hann var allt í öllu hjá gestunum en því miður dugði það ekki að þessu sinni fyrir Fjölnis-menn.
Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum