Körfubolti

Hamar aftur á beinu brautina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Darri Hilmarsson átti góðan leik gegn KFÍ í kvöld.
Darri Hilmarsson átti góðan leik gegn KFÍ í kvöld.

Hamar vann í kvöld sigur á KFÍ, 83-69, í frestuðum leik í Iceland Express-deild karla.

Hamar tapaði nokkuð óvænt fyrir Tindastóli í síðustu umferð en er nú aftur komið á sigurbraut efitr leikinn í kvöld.

Hamarsmenn byrjuðu vel í leiknum og voru þrettán stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 30-17. Þeir létu forystuna aldrei af hendi eftir þetta en staðan í hálfleik var 52-39.

Andre Dabney var stigahæstur hjá Hamri með 21 stig og Nerijus Taraskus og Darri Hilmarsson voru með tólf stig hver auk þess sem Darri var með níu fráköst og fimm stoðsendingar.

Hjá KFÍ var Craig Schoen með átján stig en þeir Darco Milosevic og Nebojsa Knezevic voru með tólf stig hvor. Knezevic tók þar að auki tíu fráköst.

Hamar er nú með átta stig eins og Stjarnan og Keflavík og er í fjórða sæti deildarinnar. KFÍ er enn í níunda sæti með fjögur stig en þetta var fjórða tap liðsins í röð.

Hamar - KFÍ 83-69 (52-39)

Stig Hamars: Andre Dabney 21, Nerijus Taraskus 12, Darri Hilmarsson 12 (9 fráköst, 5 stoðsendingar), Ragnar Nathanaelsson 10 (10 fráköst), Svavar Páll Pálsson 9 (9 fráköst), Ellert Arnarson 9, Kjartan Kárason 6, Snorri Þorvaldsson 4.

Stig KFÍ: Craig Schoen 18, Darco Milosevic 12, Nebojsa Knezevic 12 (10 fráköst), Hugh Barnett 10, Daði Berg Grétarsson 7, Carl Josey 5, Pance Ilievski 3, Ari Gylfason 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×