Lífið

Segir verkin vera tóma hamingju

Frá sýningunni. Á myndinni eru Matthildur Arnalds, Laufey Johansen, Þóra Guðmundsdóttir og listamaðurinn, Þuríður Sigurðardóttir.
Frá sýningunni. Á myndinni eru Matthildur Arnalds, Laufey Johansen, Þóra Guðmundsdóttir og listamaðurinn, Þuríður Sigurðardóttir.
Þuríður Sigurðardóttir söngkona og listamaður opnaði málverkasýningu í Grafíksalnum í dag.

Hún segist hafa verið orðin þreytt á umræðunni eftir bankahrunið. „Svo ég fór að pæla í verðmætunum í kringum okkur, svo sem norðurljósin og stjörnuhimninum," segir Þuríður en myndirnar bera keim af ævintýraheimi og sýna norðurljósin og stjörnubjartan himin speglast í hafinu. „Ég nefni sýninguna Glansmynd, sem er ímyndaður veruleiki sem hefur tilfiningu fyrir íslenskri náttúru."

„Ég var í rauninni eins og selurinn Snorri sem lá undir norðurljósunum og dreymdi um að allt væri fallegt og gott. Ég hugsaði að ef okkur langar í ævintýri getum við alltaf fundið það, mér fannst ég finna þau í þessum táknum," segir Þuríður og heldur aftur. „Ég leitaði í þennan heim því ég nennti ekki hinu, þessi verk eru tóm hamingja."

Sýningin stendur til 22. ágúst og verður opið á fimmtudögum til sunnudags frá klukkan 14 til 18. Grafíksalurinn er í sama húsi og Listasafn Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.